- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átjándi maðurinn verður ekki kallaður til Svíþjóðar

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekki stendur til að kalla inn leikmann í íslenska landsliðshópinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik í stað Ólafs Andrésar Guðmundssonar sem varð að draga sig í út úr hópnum í gær vegna meiðsla. Ólafur Andrés meiddist á æfingu í fyrradag.


Haft er eftir Guðmundur Þórði Guðmundssyni á mbl.is að ekki verði bætt í hópinn heldur þeir 17 leikmenn nýttir sem þegar eru í herbúðum landsliðsins. Heimilt er að tefla fram allt að 16 leikmönnum í hverjum leik. Þar af leiðandi er ennþá borð fyrir báru.


Ljóst er að íslenska liðið á tvo leiki eftir á heimsmeistaramótinu. Hvort þeir verða fleiri skýrist væntanlega ekki fyrr en að lokinni riðlakeppninni á sunnudaginn hvort íslenska landsliðið kemst í átta liða úrslit á HM í fyrsta sinn í 12 ár.

Milliriðill 2 (Gautaborg)
20.janúar:
Brasilía – Ungverjaland, kl. 14.30.
Grænhöfðaeyjar – Portúgal, kl. 17.
Ísland – Svíþjóð, kl. 19.30.
22.janúar:
Grænhöfðaeyjar – Ungverjaland, kl. 14.30.
Brasilía – Ísland, kl. 17.
Svíþjóð – Portúgal, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -