- Auglýsing -

Átta íslensk mörk í öðrum sigri Blomberg-Lippe

- Auglýsing -


Blomberg-Lippe vann annan leik sinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag og trónir á toppi deildarinnar ásamt fleiri liðum að loknum tveimur umferðum. Íslendingaliðið lagið TuS Metzingen, 31:25, á heimavelli, Sporthalle an der Ulmenallee. Eins marks munur var á liðunum þegar fyrri hálfleik var lokið, 14:13.


Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir létu til sín taka í leiknum í dag.

Andrea skoraði 2 mörk, gaf 4 stoðsendingar, var með 2 sköpuð færi. Leikmenn Metzingen voru svo ráðþrota í vörninni gegn Andreu að þremur var vikið af leikvelli í tvær mínútur.

Díana Dögg skoraði 3 mörk, var með 6 stoðsendingar, 2 sköpuð færi, 2 fiskuð víti, fiskaði eina út af í tvær mínútur.

Elín Rósa, sem gekk til liðs við Blomberg-Lippe í sumar, skoraði 3 mörk, átti 1 stoðsendingu, skapað 1 færi, fiskaði tvö vítaköst.


Eftir viku tekur Blomberg-Lippe á móti Evrópubikarmeisturum Thüringer HC í þriðju umferð þýsku 1. deildarinnar.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -