Í morgun var dregið í 32 liða úrslit Powerade-bikars karla og í 4. flokk karla.
Á ársþingi HSÍ í sumar var þar samþykkt að lið í Olísdeildum sætu hjá í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla. Þess vegna voru aðeins nöfn átta liða í skálunum sem dregið var upp úr: Selfoss, Víkingur, Þór, Hörður, Víðir, ÍBV 2, Hvíti riddarinn og ÍH.
Eftirfarandi lið mætast í 32 liða úrslitum Powerade-bikars karla:
Víðir – Hörður.
ÍBV 2 – Þór.
Hvíti riddarinn – Víkingur.
ÍH – Selfoss
- Leikdagar 32-liða úrslita eru 30. og 31. október.
Dregið var einnig til tveggja viðureigna í 1. umferð Powerade bikarsins í 4. flokki karla. Íslandsmeistarar Vals, bikarmeistarar Hauka og deildarmeistarar FH í 4. flokki karla sátu hjá þegar dregið var.
Fjölnir/Fylkir 2 mætir Aftureldingu og ÍR mætir ÍBV. Viðureignir liðana skulu fara fram fyrir 14. október nk.
Sjá einnig: Bikarkeppninni úthýst úr Höllinni – HSÍ fer útboð meðal félaganna