- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átta liðum frá sex félögum stendur Evrópukeppni til boða

Hildur Þorgeirsdóttir t.v. lyftir Íslandsbikarnum í vor. Mynd/Mummi Lú

Átta lið frá sex félögum unnu sér inn þátttökurétt á Evrópumótum félagsliða í handknattleik á næsta keppnistímabili. Forsvarsmenn þeirra verða að gera upp hug sinn síðasta lagi í byrjun júli hvort þeir ætla að nýta réttinn og þá hvernig því fleiri en einn kostur kann að standa meistaraliðunum, Val í karlaflokki og Fram í kvennaflokki, til boða.


Kostirnir eru þessir:
Evrópudeild karla, forkeppni: Valur.
Evrópudeild kvenna, forkeppni: Fram.
Evrópubikarkeppni kvenna: Valur, KA/Þór, ÍBV.
Evrópubikarkeppni karla: KA, Haukar, ÍBV.


Meistaraliðin Valur og Fram gætu einnig tekið þann kostinn að skrá lið sitt til leiks í Evrópubikarkeppninni. KA/Þór fór þá leið á nýliðinu keppnistímabili. Karlalið Vals tók hinsvegar þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar og tapaði fyrir Lemgo á síðasta stigi keppninnar áður en að riðlakeppninni kom.


Ekkert lið er skyldugt til þess að senda lið til leiks. T.d. er nokkuð um liðið síðan kvennalið Fram var með í Evrópukeppni félagsliða þótt það hafi öðlast réttinn nær því árlega.


Ekkert íslenskt félagslið á rétt á þátttöku í Meistaradeildinni, hvorki í karla- né kvennaflokki.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -