HK er áfram efst með fullt hús stiga í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. HK-ingar unnu Víkinga, 25:17, í fjórðu umferð deildarinnar í Safamýri í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 12:8. Víkingar hafa fjögur stig í þriðja sæti.
Danijela Sara B. Björnsdóttir markvörður HK átti stórleik, ekki síst í fyrri hálfleik þegar hún varði níu skot.
Víkingar áttu mjög á brattann að sækja í sókninni í fyrri hálfleik. Meiri kraftur var í leikmönnum á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Tvö rauð spjöld með fjögurra mínútna millibili um miðjan síðari hálfleik dró úr vonum Víkingsliðsins. Fyrst var Sunnu Katrínu Hreinsdóttur sýnt rautt spjald eftir að hafa gengið hressilega út í Valgerði Ýri Þorsteinsdóttur. Síðara spjaldið fékk Hildur Guðjónsdóttir einn helsti sóknarmaður Víkingsliðsins.
Eftir spjöldin tvö datt botninn úr leik Víkings. Mörg mistök í sókninni færðu HK-ingum boltann á silfurfati.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 5, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Hildur Guðjónsdóttir 2, Mattý Rós Birgisdóttir 2, Valgerður Elín Snorradóttir 2, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Þyri Erla L. Sigurðardóttir 5, Sara Sæmundsdóttir 3.
Mörk HK: Inga Fanney Hauksdóttir 7, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Amelía Laufey G. Miljevic 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 3, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 2, Hekla Sóley Halldórsdóttir 1, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara B. Björnsdóttir 12, Tanja Glóey Þrastardóttir 1.