- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átta marka tap FH-inga eftir góða byrjun

Jóhannes Berg Andrason var markahæstur FH-inga með sex mörk. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Gummersbach vann FH, 32:28, í 5. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Þýskalandi í kvöld. Þar með tryggði Gummersbach sér endanlega sæti í 16-liða úrslitum keppninnar sem hefst í febrúar með leik í fjórum fjögurra liða riðlum. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10.

Síðasti leikur FH-inga í riðlakeppni Evrópudeildarinnar verður í Kaplakrika eftir viku gegn Fenix Toulouse. Rétt er að hvetja fólk til þess að mæta og styðja við bakið á FH-liðinu utan vallar sem innan í því verkefni að taka þátt í Evrópudeildinni.


FH-ingar byrjuðu leikinn í Schwalbe-Arena í Gummersbach afar vel. Þeir voru með frumkvæðið framan af og voru m.a. þremur mörkum yfir, 8:5, eftir liðlegan stundarfjórðung. Þá svöruðu leikmenn Gummersbach með fjórum mörkum í röð, komust yfir. FH-ingar skoruðu aðeins tvö mörk fram að hálfleik og voru sex mörkum undir eftir 30 mínútur, 16:10.

Varnarleikur Gummersbach var áfram firnasterkur í síðari hálfleik auk þess að Bertram Obling markvörður reyndist Hafnfirðingum óþægur ljár í þúfu. Obling notaði svo sannarlega tækifærið sem hann fékk þegar Dominik Kuzmanovic, landsliðsmarkvörður Króata, var ekki upp á sitt besta.

Munurinn var mestur sjö mörk, 25:18, þegar 12 mínútur voru til leiksloka. FH-ingar lögðu allt í sölurnar til þess að bæta stöðuna á síðustu mínútum en það var svo sannarlega við ofurefli að etja í liðsmönnum Guðjóns Vals Sigurðssonar.

Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 6, Ásbjörn Friðriksson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Jón Bjarni Ólafsson 3, Garðar Ingi Sindrason 3, Ingvar Dagur Gunnarsson 1, Gunnar Kári Bragason 1, Einar Örn Sindrason 1, Birgir Már Birgisson 1, Símon Michael Guðjónsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 11, 25,5%.

Mörk Gummersbach: Lukas Blohme 8, Kristjan Horzxen 5, Julian Köster 4, Miro Schluroff 4, Tilen Kodrin 3, Milos Vujivic 2, Giorgi Tskhovrebadze 2, Mathis Häsler 1, Ole Pregler 1, Tom Koschek 1, Stepán Zeman 1.
Varin skot: Betram Obling 11, 52,3% – Dominik Kuzmanovic 4, 22,2%.

Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 5. umferð, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -