Haukar töpuðu síðari leiknum við Costa del Sol Málaga í 3. umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í kvöld, 27:19. Leikið var á Spáni. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14:12.
Eftir 18 marka tap, 36:18, á heimavelli fyrir viku var ljóst að Haukar yrðu að klífa þrítugan hamarinn til þess að snúa taflinu við í síðari viðureigninni á Spáni. Það tókst ekki en lið Hauka lék talsvert betur að þessu sinni en á heimavelli, ekki síst í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var meira á brattann að sækja, ekki síst í sóknarleiknum.
Costa del Sol Málaga tekur þar með sæti í 16-liða úrslitum.
Mörk Hauka: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 10, Alexandra Líf Arnarsdótttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Embla Steindórsdóttir 1, Sara Sif Helgadóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 9, 25%.
Streymi frá leiknum á Spáni:




