- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áttunda sætið kom í hlut Íslands á Opna EM

Leikmenn 16 ára landsliðsins við brottför frá Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U18 ára landslið kvenna í handknattleik varð í áttunda sæti á Opna Evrópumótinu sem staðið hefur yfir síðan á mánudaginn í Gautaborg. Íslenska liðið tapaði fyrir norska landsliðinu, 25:21, í viðureign um 7. sæti sem lauk í hádeginu. Um leið missti íslenska liðið af sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Maribor í Slóveníu sem fram fer að ári liðnu. Sjö efstu lið Opna Evrópumótsins tryggja sér sæti á Ólympíuhátíðinni.

Leikur íslenska og norska liðsins einkenndist af miklum sveiflum. Norsku stúlkurnar byrjuðu betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Íslensku stúlkurnar unnu sig inn í leikinn með mikilli baráttu og komust yfir í fyrsta sinn, 10:9. Áfram héldu þær að spila frábæra vörn og voru með þriggja marka forskot í hálfleik, 13:10.

Fyrsta mark síðari hálfleiks var íslenskt og forskotið komið í fjögur mörk. Norsku stúlkurnar höfðu ekki lagt árar bát. Þær sneru heldur betur við taflinu, jöfnuðu metin og réðu lögum og lofum síðustu mínúturnar.

Mörk Íslands: Laufey Helga Óskarsdóttir 6, Agnes Lilja Styrmisdóttir 4, Ebba Guðríður Ægisdóttir 4, Eva Steinsen Jónsdóttir 3, Roksana Jaros 2, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 2.

Í markinu varð Arna Sif Jónsdóttir 11 skot.


Alls tóku 20 landslið þátt í Opna Evrópmótinu.

Úrslitaleikirnir:
5. sætið: Svíþjóð – Spánn 20:19.
3. sætið: Ungverjaland – Frakkland 30:12.
1. sætið: Sviss – Þýskaland 34:31, eftir framlengingu.

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -