- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áttundi sigur Þórsara – sitja áfram á toppnum næstu vikur

Leikmenn Þórs unnu Grill 66-deild karla í dag og leika í Olísdeild karla. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Þórsarar unnu áttunda leik sinn í röð í Grill 66-deild karla í handknattleik í dag og sitja þar með áfram í efsta sæti deildarinnar næstu vikurnar því þegar viðureign Þórs og Vals lauk í N1-höllinni á Hlíðarenda síðdegis var gert hlé á keppni í deildinni fram í lok janúar. Þór lagði Valsliðið númer tvö, 37:29, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:12.


Þór hefur 16 stig að loknum níu viðureignum og stefnir ótrauður upp í Olísdeildina.

Oddur Gretarsson lék við hvern sinn fingur í leiknum, skoraði 13 mörk í 13 skotum fyrir Þórsliðið. Lék hann unga leikmenn Vals grátt.

Línumaðurinn öflugi, Þórður Tandri Ágústsson, fékk höfuðhögg nokkrum mínútum fyrir leikslok og kom ekkert meira við sögu.

Þórsarar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Þeir skoruðu átta af fyrstu 10 mörkum leiksins og héldu eftir það í horfinu allt til leiksloka.

Staðan í Grill 66-deildinni.

Mörk Vals 2: Dagur Leó Fannarsson 5, Gunnar Róbertsson 5, Daníel Örn Guðmundsson 5, Atli Hrafn Bernburg 2, Daníel Montoro 2, Hlynur Freyr Geirmundsson 2, Logi Finnsson 2, Vilhjálmur Geir Geirsson 2, Bjarki Snorrason 1, Gabríel Kvaran 1, Jóhannes Jóhannesson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Varin skot: Anton Máni Heldersson 7, Jens Sigurðarson 3.

Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 13, Hafþór Már Vignisson 6, Aron Hólm Kristjánsson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Þórður Tandri Ágústsson 4, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Þormar Sigurðsson 2, Garðar Már Jónsson 1, Heiðmar Örn Björgvinsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 10.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -