- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Auður Ester verður ekki með Íslandsmeisturunum

Auður Ester Gestsdóttir verður væntanlega ekkert með Vals á næsta keppnistímabili. Mynd/Valur
- Auglýsing -

Auður Ester Gestsdóttir hægri hornamaður Íslands- og bikarmeistara Vals leikur ekkert með Val á næsta keppnistímbili. Hún er ólétt og tekur sér þar af leiðandi hlé frá handknattleik. Þetta staðfesti Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals í spjalli yfir molakaffi við Handbolti.is í morgun.

Ágúst Þór er kominn á fullt ásamt leikmönnum við undirbúning fyrir næsta keppnistímabil. Ekki veitir af því tíminn líður hratt og aðeins nærri sex vikur þangað til flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna. Til stendur að Valur mæti ÍR í fyrstu umferð deildarinnar á heimavelli 7. september.

Áður en deildin hefst verður væntanlega búið að koma á dagskrá viðureign Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni HSÍ sem ævinlega fer fram fyrir upphafsumferð deildarinnar ár hvert.

Valur átti frábært keppnistímabil á síðasta vetri og vann 30 af 31 leik sínum í Olísdeildinni, úrslitakeppninni og í Poweradebikarnum.

Leikjadagskrá Olísdeilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -