- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Auðvitað er slæmt að verða án Ómars

- Auglýsing -


Viggó Kristjánssonar bíður væntanlega stærri hlutverk með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem framundan er vegna fjarveru Ómars Inga Magnússonar sem meiddist í byrjun desember og tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu. Viggó segist finna til aukinnar ábyrgðar í ljósi stöðunnar.

„Það er annað fyrir mig að fara inn í þennan janúarmánuð en undanfarin ár. Auðvitað er slæmt að verða án Ómars en ég vona að mér og öðrum takist að fylla eitthvað upp í skarðið sem myndast. Fyrst og fremst er ég spenntur og ætla að standa mig,“ segir Viggó í samtali við handbolta.is


„Þetta er ekki fyrsta mótið en kannski fyrsta mótið sem maður númer eitt í minni stöðu. Það getur fljótt breyst ef maður stendur sig ekki. Ég tek bara einn leik í einu,“ segir Viggó ennfremur fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni í morgun.

Viggó segir leikmenn hafa haft miklar væntingar fyrir síðustu mót en því miður hafi ekki gengið sem skildi, alltént á tveimur þeim síðustu, EM 2024 og HM 2023.

„Vonandi höfum við dregið lærdóm af síðustu mótum og þeirri staðreynd að oft snýst árangur á stórmótum um að vinna réttu leikina. Við verðum að halda okkur á jörðinni og einbeita okkur að leikjunum þremur í riðlinum áður en lengra verður farið,“ segir Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik sem hefur verið fastamaður í landsliðinu á stórmótum frá Evrópumótinu 2020.

Nánar er rætt við Viggó í myndskeiði í þessari frétt.

Heimsmeistaramótið í handknattleik karla hefst 14. janúar í Danmörku, Króatíu og Noregi. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður 16. janúar. Áður HM hefst leikur íslenska landsliðið tvo leiki við Svía ytra 9. og 11. janúar. Báðir leikir verða sýndir á RÚV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -