- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Austurríki og Spánn sitja eftir með sárt ennið

Monika Kobylinska leikmaður pólska landsliðsins í vænlegu marktækfæri í leiknum við Spánverja í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Þrátt fyrir hressilegan liðsauka frá Sérsveitinni, stuðningsmannaklúbbi íslensku landsliðanna í handknattleik, þá tókst austurríska landsliðinu ekki að leggja Slóvena í síðustu umferð E-riðls EM kvenna í Innsbruck og tryggja sér sæti í milliriðlakeppninni í kvöld. Slóvenar voru ívið sterkari í leiknum og unnu með eins marks mun, 25:24. Austurríska liðið fékk tvær sóknir á síðustu 90 sekúndunum til þess að jafna en allt kom fyrir ekki. Jafntefli hefði ekki nægt Austurríki.

Austurríkismenn leigðu Sérsveitina í úrslitaleikinn


Slóvenar fylgja Norðmönnum úr F-riðli í milliriðilinn. Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, var kominn áfram fyrir leik kvöldsins en lét það ekki aftra sér frá stórsigri á Slóvökum, 38:15. Slóvakar reka lestina í riðlinum án stiga og halda heim í fyrramálið.

Áfram eftir æfingaferð til Íslands

Pólska landsliðið, sem tapaði í tvígang fyrir íslenska landsliðinu í vináttuleikjum í lok október, náði öðru sæti C-riðils með því að vinna spænska landsliðið, 26:23, í kvöld. Spánverjar sitja eftir með sárt ennið ásamt Portúgal sem vann ekki leik á mótinu.
Heimsmeistarar Frakka eru í efsta sæti C-riðils með fullt hús stiga. Frakklandi vann Portúgal í síðari leik kvöldsins í Basel, 28:16.

Eins og við mátti búast hirtu Svíar annað sæti A-riðils sem leikinn var í Debrechen. Sænska landsliðið vann Tyrkland í síðari leik kvöldsins, 47:19, eftir að hafa skoraði 25 mörk í fyrri hálfleik. Svíar voru með íslenska liðinu í riðli undankeppninni sem lauk í vor.

Ungverjar unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum, síðast landslið Norður Makedóníu, 29:19.

Olivia Lofqvist línukona sænska landsliðsins á auðum sjó gegn Tyrkjum í Debrechen í kvöld. Tyrkir voru langt frá því að standa Svíum snúning að þessu sinni. Ljósmynd/EPA

Þrennt áfram með tvö stig

Ungverjar, Frakkar og Norðmenn taka með sér tvö stig í milliriðla. Svíar, Pólverjar og Slóvenar hefja hinsvegar keppni í milliriðlum með tvær hendur tómar.

Noregur og Slóvenía verða í milliriðli með Hollendingum Dönum, annað hvort Íslandi og Þýskalandi. Sviss stendur best að vígi í D-riðli en einnig eiga Króatar og Færeyingar möguleika þótt sannarlega sé ljóst að róður færeyska landsliðsins verði þungur gegn Dönum annað kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -