Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úrslitakeppni Olísdeildar: Hvaða lið mætast og hvenær?

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst fimmtudaginn 28. apríl. Í fyrstu umferð mætast liðin sem höfnuðu í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sæti deildarkeppninnar sem lauk í kvöld. Efstu tvö liðin, deildarmeistarar Fram og Valur, sitja yfir en mæta...

Erlingur og Hollendingar í góðri stöðu

Hollenska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Eyjamannsins Erlings Richardssonar, stendur vel að vígi eftir frábæran þriggja marka sigur á portúgalska landsliðinu, 33:30, í fyrri viðureign liðanna í umspili um HM sæti í kvöld. Leikurinn fór fram í Portimao...

Valur í öðru sæti – Rut fékk rautt – sýning hjá Lovísu – Zecevic í ham – úrslit og markaskor, lokastaðan

Valur tyggði sér annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik síðdegis með öruggum sigri á KA/Þór í Origohöllinni þegar lokaumferðin fór fram, 29:23. Valsliðið situr þar með yfir eins og deildarmeistarar Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stjarnan kjöldró Hauka í...

Leikjavakt: Uppgjör í lokaumferðinni

Klukkan 16 hefjast þrír síðustu leikir í 21. og síðustu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik.Valur - KA/Þór.Stjarnan - Haukar.Afturelding - HK.Staðan í Olísdeild kvenna.Viðureign Vals og KA/Þórs er uppgjör um annað sæti deildarinnar.Stjarnan getur náð fimmta sæti...
- Auglýsing-

Skelltu deildarmeisturum í lokaleiknum

ÍBV lauk keppni í Olísdeild kvenna með sigri á deildarmeisturum Fram, 24:22, í Vestmannaeyjum í dag. Sigurinn var sanngjarn. ÍBV var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Fram komst aldrei yfir og náði fyrst að jafna metin þegar 13...

Framlengir dvölina hjá Víkingi

Ída Bjarklind Magnúsdóttir hefur skrifað undir framlengingu til tveggja ára á samningi sínum við handknattleiksdeild Víkings. Ída, sem er á 23. aldursári, er uppalin á Selfossi. Hún lék með Stjörnunni áður en hún gekk til liðs við Víking í...

Verður áfram í herbúðum meistaranna

Handknattleikskonan Aldís Ásta Heimisdóttir framlengdi í gær samning sinn við Íslandsmeistara KA/Þórs til tveggja ára.Aldís Ásta, sem er uppalin hjá KA/Þór, lék stórt hlutverk, jafnt í vörn sem sókn, þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í júní...

Dagskráin: Uppgjör um annað sæti

Síðasta umferð í Olísdeild kvenna í handknattleik fer fram í dag með fjórum leikjum. Fram varð deildarmeistari á síðasta laugardag. Eftirvænting ríkir fyrir viðureign Vals og KA/Þórs sem fram fer í Origohöll Valsara og hefst klukkan 16. Hvort liðið...
- Auglýsing-

Molakaffi: Elín Jóna, Jovanovic, Börjesson, Andersson, Blagotinsek, Klimpke

Róður Elínar Jónu Þorsteinsdóttur og samherja í Ringköbing Håndbold fyrir áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þyngdist í gærkvöld þegar liðið steinlá fyrir Aarhus United, 37:22, á heimavelli í umspili liðanna sem eru að forðast fall úr deildinni....

Búa sig undir höfuðborgarleikana í Ósló

Handknattleiksráð Reykavíkur valdi á dögunum æfingahóp stúlkna fæddar 2008 sem æfir saman til undirbúnings fyrir Höfuðborgarleikana sem fram fara í Ósló 29. maí – 3. júní.Um þessar mundir æfir leikmannahópurinn af miklum móð undir stjórn þjálfarans, Sigríðar Unnar Jónsdóttur....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16841 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -