Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stór gluggi sem opnast hjá Elverum

„Að komast til Elverum er stór gluggi sem getur opnað fleiri möguleika fyrir mann,“ sagði Aron Dagur Pálsson við handbolta.is í dag eftir að tilkynnt var að hann hafi skrifað undir samning um að leika með norska meistaraliðinu Elverum...

Covid setur strik í reikning bikarkeppninnar

Vegna covid smita hefur reynst nauðsynlegt að færa leik Harðar og FH í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikar karla í handknattleik sem til stóð að færi fram í íþróttahúsinu Torfnesi annað kvöld.Ákveðið hefur verið að freista þess að liðin mætist...

Gaman að mæta aftur á völlinn

Handknattleiksmaðurinn Sverrir Pálsson og leikmaður Selfoss lék sinn fyrsta leik í Olísdeildinni í nærri tvö ár á sunnudagskvöldið þegar hann tók þátt í leik Selfoss og Hauka í Set-höllinni á Selfossi. Síðasti leikur hans á fjölum Set-hallarinnar var 22....

Anton og Jónas dæma Íslendingaslag

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn þriðja leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla annað kvöld þegar Flensburg og Vive Kielce mætast í 11. umferð B-riðils keppninnar í Flens-Arena í Flensburg. Antoni og Jónasi ber að...
- Auglýsing-

Myndskeið: Spennandi lokakafli í undanúrslitum bikarsins

Eins og áður hefur komið fram á handbolta.is þá tókst Neistanum að komast í úrslit í færeysku bikarkeppninni í handknattleik karla á síðasta laugardag með sigri á KÍF í Kollafjarðarhöllinni, 27:26, eftir háspennu á lokakaflanum.Neistin var undir, 22:18,...

Dagskráin: Flautað til leiks í Víkinni

Sextán liða úrslit Coca Cola-bikarkeppninnar í handknattleik kvenna, bikarkeppni HSÍ, hefjast í kvöld. Ekki er farið bratt af stað þar sem aðeins einn leikur verður á dagskrá.Aðrir leikir 16-liða úrslita í kvennaflokki fara fram á fimmtudaginn.Á morgun verður...

Molakaffi: Vujovic, Vendsyssel, Daníel Þór, Tumi Steinn, Porto, Berger

Hinn þrautreyndi þjálfari Veselin Vujovic er að taka við þjálfun króatíska kvennaliðsins Podravka Vegeta. Ekki er langt síðan Vujovic var sagt upp störfum hjá karlaliði Vardar í Skopje. Podravka hefur verið sterkasta kvennalið í Króatíu um árabil og tekur...

Meistaradeildarleik Úkraínu frestað vegna óvissu

Viðureign úkraínska meistaraliðsins Motor Zaporozhye og Frakklandsmeistara PSG sem fram átti að fara í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla á fimmtudaginn í Zaporozhye í Úkraínu hefur verið frestað um óákveðinn tíma.Handknattleikssamband Evrópu, EHF, greindi frá þessu í kvöld....
- Auglýsing-

Þrír vígðir í goðsagnahöll KA

Arnór Atlason, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sverre Andreas Jakobsson voru vígðir inn í goðsagnahöll handknattleiksdeildar KA fyrir leik KA og Stjörnunnar Olísdeildinni í KA-heimilinu í gær.Arnór steig sín fyrstu skref með meistaraflokki KA tímabilið 2000-2001 er liðið varð deildarmeistari....

Heldur áfram hjá HK

Bjarki Finnbogason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild HK. Bjarki er einn af leikmönnum HK-liðsins sem vann Grill66-deildina á síðasta vori og leikur um þessar mundir í Olísdeild karla.Bjarki er 24 ára uppalinn HK-ingur og er...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16732 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -