- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur eftir mikið púsluspil

„Við erum sáttar að enda árið með sigri,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir við handbolta.is eftir að lið hennar, Bayer Leverkusen, vann Göppingen í þýsku 1. deildinni í kvöld á heimavelli, 24:19. Leverkusen endar þar með árið í áttunda sæti og...

Elliði Snær og Guðjón Valur hársbreidd frá ellefta sigrinum í röð

Elliði Snær Viðarsson var markahæstur hjá Gummersbach í kvöld þegar liðið fékk eitt stig í heimsókn sinni til Dormagen, 24:24. Elliði Snær skoraði sex mörk í sjö skotum í fyrsta jafnteflisleik Gummersbach í deildinni á leiktíðinni en liðið er...

Sigur og tap á Jótlandi

Thea Imani Sturludóttir og samherjar í Aarhus United fóru af krafti af stað í kvöld þegar keppni hófst að fullum þunga í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir sex vikna hlé vegna Evrópumótsins. Aarhus United tók þá lið Horsens í...

Geta kvatt árið með sigurbros á vör

Íslenskir handknattleiksmenn í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik geta vel við unað eftir síðustu leiki sína í deildinni á þessu ári sem fram fóru í kvöld. Þeir sem voru í eldlínunni á annað borð voru í sigurliðum þegar upp var...
- Auglýsing-

Rúnar heldur áfram

Rúnar Sigtryggsson heldur áfram að þjálfa þýska 2. deildarliðið EHV Aue á nýju ári. Hann staðfesti það við handbolta.is í dag. Rúnar tók tímabundið við þjálfun liðsins í byrjun desember vegna veikinda Stephen Swat aðalþjálfara liðsins. Swat veiktist...

Stórleikur þegar mestu máli skipti – myndskeið

Danski landsliðsmarkvörðurinn og handknattleiksmaður ársins 2019 hjá Alþjóða handknattleikssambandinu, Niklas Landin, fór hamförum í gærkvöldi í marki Kiel þegar liðið vann Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eftir fremur rólegan fyrri hálfleik fór danski landsliðsmarkvörðurinn á kostum í síðari hálfleik. Handknattleikssamband...

Sögulegur sigur Jicha og Kiel

„Ég er í sjöunda himni með strákana og stoltur af félaginu eftir átta ár bið eftir sigri í Meistaradeildinni,“ sagði Filip Jicha þjálfari Kiel í gærkvöld eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í Meistaradeildinni með fimm marka sigri...

Framlengir samning sinn í fæðingaorlofi

Handknattleikskonan Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hefur framlengt samning sinn við HK þótt ljóst verði að hún leiki ekki með liðinu á ný fyrr en næsta haust. Valgerður er 28 ára leikstjórnandi sem hefur leikið með HK allan sinn feril fyrir...
- Auglýsing-

Molakaffi: Knorr til Ljónanna, íþróttahöll nefnd eftir forseta, miðasöluátak HM og Norðmenn

Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Juri Knorr, hefur samið við Rhein-Neckar Löwen frá og með næsta keppnistímabili. Knorr stendur á tvítugu og hefur undanfarin tvö ár leikið með GWD Minden eftir að hafa verið í ár þar á undan í herbúðum Barcelona...

Kiel fyrst liða til að vinna Barcelona í 15 mánuði

Kiel vann Barcelona með fimm marka mun, 33:28, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki í Lanxess-Arena í Köln í kvöld. Þetta er í fjórða sinn sem Kiel vinnur Meistaradeildina og í fyrsta skipti frá 2012. Barcelona, sem ekki hafði...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
14195 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -