Elliði Snær Viðarsson var markahæstur hjá Gummersbach í kvöld þegar liðið fékk eitt stig í heimsókn sinni til Dormagen, 24:24. Elliði Snær skoraði sex mörk í sjö skotum í fyrsta jafnteflisleik Gummersbach í deildinni á leiktíðinni en liðið er áfram í öðru sæti, þremur stigum á eftir Hamburg auk þess að eiga tvo leiki til góða.
Leikmenn Dormagen skoruðu jöfnunarmarkið þegar 14 sekúndur voru til leiksloka. Leikmenn Gummersbach áttu síðustu sókn leiksins en tókst ekki að færa sér hana í nyt. Gummersbach-liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við þjálfun á í sumar, hefur nú leikið 11 leiki í röð í deildinni án taps, þar af hafa sigurleikirnir verið 10.
Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot, var með 28% hlutfallsmarkvörslu, þegar Bietigheim vann kærkominn sigur á heimavelli á liðsmönnum TuS Ferndorf, 33:27. Bietigheim, sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, var marki undir í kvöld þegar leiktíminn var hálfnaður, 13:12.
Fleiri leikir voru á dagskrá í kvöld.
Elbflorenz – Eisenach 26:26
Grosswallstadt – Lübeck-Schwartau 22:23
Hüttenberg – Fürstenfeldbruck 34:30
N-Lübbecke – Wilhelmshavener 33:27
Konstanz – Emsdetten 24:23
Næstu leikir í deildinni verða eftir um mánuð.
Staðan:
Hamburg 26(15), Gummersbach 23(13), N-Lübbecke 20(14), Dormagen 17(13), Lübeck-Schwartau 16(13), Elbflorenz 16(14), Dessauer 15(15), Eisenach 13(15), EHV Aue 11(11), Rimpar Wölfe 11(12), Hamm-Westfalen 11(12), Hüttenberg 11(14), Grosswallstadt 11(15), Bietigheim 10(11), Wilhelmshavener 10(14), Ferndorf 9(12), Konstanz 9(12), Fürstenfeldbruck 8(13), Emsdetten 5(14).