- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram á sigurbraut í Gautaborg – næst leikur í undanúrslitum EM

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann öruggan sigur á landsliði Litáen í fimmtu og síðustu umferð riðlakeppni Opna Evrópumótsins í handknattleik í Gautborg í morgun, 21:13. Með sigrinum er íslenska liðið öruggt um sæti...

Molakaffi: Æfingar hafnar, Andrea, Díana, Elín, Bonde, Berlin, Dujshebaev

Engin miskunn er hjá Steffen Birkner þjálfara þýska handknattleiksliðsins Blomberg-Lippe. Hann var með fyrstu æfingu í gær til undirbúnings fyrir næsta keppnistímabil. Birkner segist í samtali við þýska fjölmiðla vera fastheldinn og vilja hefja æfingar snemma.  Þrjár íslenskar landsliðskonur eru...

Stórsigur á Eistlendingum – annað sæti riðilsins blasir við

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, á annað sætið A-riðils Opna Evrópumótsins næsta víst eftir stórsigur á Eistlendingum í síðari leik dagsins í dag, 30:17. Liðið hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum og er...

Lögðu Pólverja í morgun – næsti leikur við Eistland

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann pólska landsliðið í morgun, 26:22, í þriðju umferð Opna Evrópumótsins í Gautaborg. Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12.Þar með hefur íslenska liðið unnið tvo leiki af þremur í...
- Auglýsing-

Alexander hættir keppni eftir langan feril

Alexander Petersson fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í handknattleik hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna. Þetta kemur frá á Facebook-síðu handknattleikdeildar Vals. Alexander var þakkað fyrir framlag sitt til félagsins á lokahófi deildarinnar á dögunum ásamt Hildigunni Einarsdóttur og...

Lokahóf: Þórey Anna og Monsi best hjá Val

Handknattleiksdeild Vals hélt lokahóf sitt á dögunum. Þar var mikið um dýrðir að vanda og viðurkenningar veittar til leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða eftir annasamt keppnistímabil. Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Úlfar Páll Monsi Þórðarson voru valin bestu leikmenn meistaraflokksliða félagsins.Mun...

Molakaffi: Thomsen hætt, Alonso, Mensing, metaðsókn

Helle Thomsen nýráðin þjálfari danska kvennalandsliðsins í handknattleik er óvænt hætt störfum hjá rúmenska meistaraliðinu CSM Búkarest. Þegar Thomsen var ráðin landsliðsþjálfari Danmerkur fyrr á þessu ári er Jesper Jensen lét af störfum þá var hún með klásúlu í...

Naumt tap fyrir Spánverjum í hörkuleik í Gautaborg

Piltarnir í U19 ára landsliði karla töpuðu fyrir Spánverjum í síðari leik sínum í dag á Opna Evrópumótinu í handknattleik í Gautaborg, 19:17. Í morgun vann íslenska liðið það egypska, 23:22, í fyrstu umferð mótsins. Spánverjar eru ævinlega með...
- Auglýsing-

Lögmaður og borgarstjóri taka á móti bronsliðinu í Þórshöfn

Bronslið Færeyinga á heimsmeistaramótinu í handknattleik fær höfðinglegar mótttökur á morgun í Þórshöfn. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, og Elsa Berg borgarstjóri hafa boðið landsliðinu og starfsmönnum til mótttöku í Vaglinum í Þórshöfn síðdegis á morgun.Lúðrasveit Þórshafnar, Havnar Hornorkestur,...

Hófu daginn í Gautaborg á naumum sigri á Egyptum

U19 ára landslið karla í handknattleik vann Egypta, 23:22, í fyrsta leik sínum á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í morgun. Eins og svo oft áður tefla Egyptar fram stóru og sterku liði og því var von á hörkuleik og...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17789 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -