- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ilic og aðstoðarmaður hafa tekið pokann sinn

Momir Ilic, sem þjálfað hefur þýska handknattleiksliðið Wetzlar síðan í maí, var látinn taka pokann sinn í dag ásamt aðstoðarmanni sínum, Vladan Jordovic. Félagið tilkynnti þetta í dag en í gær lék Wetzlar ellefta leikinn í röð án sigurs...

„Íþróttin okkar er deyjandi“

Það er víðar en á Íslandi þar sem peningleysi hrjáir rekstur handknattleiksfélaga. Í Serbíu er staðan alvarleg að sögn Vladan Matić þjálfara Vranje sem er í sjötta sæti af 12 liðum úrvalsdeildar karla. Matić sendi á dögunum frá sér...

Leitað að aðalstyrktaraðila fyrir heimsmeistarana

Danska handknattleikssambandið leitar að nýjum aðalstyrktaraðila framan á keppnistreyjum karlalandsliðsins. Orku- og fjarskiptafyrirtækið Norlys, sem hefur auglýst framan á keppnistreyjum liðsins frá 2021, hefur ákveðið að framlengja ekki samstarfið þegar það rennur út 30. júní 2026, að því er...

Dagskráin: Úlfarsárdalur og Akureyri

Fjórtándu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur vonandi spennandi leikjum. Úrslit í fyrri leikjum liðanna í haust eru innan sviga. Olísdeild karla:Lambhagahöllin: Fram - Selfoss, kl. 18.30. (31:32).KA-heimilið: KA - Afturelding, kl. 19. (27:36). Staðan og næstu...
- Auglýsing-

Fjögur mörk hjá Sveini og sæti í 8-liða úrslitum

Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum þegar Chambéry vann öruggan sigur á Toulouse, 34:29, í 16-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Leikið var á heimavelli Chambéry. Sveinn lék með í 36 mínútur. Auk markanna fjögurra var honum...

Orri Freyr og félagar í traustri stöðu

Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk, eitt úr vítakasti, þegar lið hans Sporting vann Porto, 36:32, í uppgjöri tveggja efstu liða í portúgölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Porto. Sporting var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15. Þorsteinn...

Viktor Gísli varði vel með Barcelona

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot, 29,4%, fyrir lið Barcelona þegar liðið vann Villa de Aranda, 34:28, í 12. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Villa de Aranda. Filip Šarić var hluta leiksins í marki Barcelona...

Langþráður sigur hjá Blæ og liðsfélögum

Blær Hinriksson og félagar fögnuðu fyrsta sigri sínum á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni í kvöld er þeir lögðu HSV Hamburg á heimavelli, 29:27. Leipzig færðist upp að hlið Wetzlar með fimm stig en liðin eru í tveimur neðstu...
- Auglýsing-

Gísli Þorgeir fékk þungt högg á hægri síðuna

Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk byltu undir lok fyrri hálfleiks í viðureign Magdeburg og MT Melsungen í kvöld og fékk þungt högg á hægri síðuna. Hann mætti þjáður til leiks í síðari hálfleik og hélt eitthvað áfram að leika með...

Frakkar sendu Dani heim af HM og mæta Þjóðverjum

Vonir Dana um að leika til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik urðu að engu í kvöld þegar lið þeirra tapaði fyrir töluvert vængbrotnu liði Frakka, 31:26, í síðustu viðureign átta liða úrslita í Rotterdam í kvöld. Frakkar voru...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18047 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -