- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halldór Jóhann skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028

Handknattleiksdeild HK og Halldór Jóhann hafa framlengt samning sinn til ársins 2028. Með samningnum er tryggt áframhaldandi samstarf næstu ár, sem félagið bindur miklar vonir við, segir í tilkynningu. Halldór Jóhann, sem er einn af reyndari þjálfurum Olísdeildarinnar, tók við...

Ágúst Elí hefur samið við KA

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður hefur samið við KA. Frá þessu segir KA á samfélagsmiðlum í kvöld. Hann kemur til félagsins um áramótin þegar opnað verður fyrir félagaskipti. Samningur Ágústs Elís við KA er til eins og hálfs árs. Ágúst...

Bikarmeistararnir eru úr leik

Bikarmeistarar Fram eru úr leik í bikarkeppni HSÍ í karlaflokki. KA lagði bikarmeistarana, 30:25, í kvöld og er þar með komið í undanúrslit í fyrsta sinn frá árinu 2022. Undanúrslitaleikirnir fara fram fimmtudaginn 26. febrúar. Síðar í kvöld skýrist...

Thea Imani og Gísli Þorgeir eru handknattleiksfólk ársins

Landsliðsfólkið Thea Imani Sturludóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru handknattleikskona og handknattleikskarl ársins 2025 hjá Handknattleikssambandi Íslands. Ár hvert heiðrar Handknattleikssamband Íslands handknattleiksfólk sem hefur skarað fram úr á sínum vettvangi og lagt mikilvægt af mörkum til íþróttarinnar, bæði...
- Auglýsing-

Pólska landsliðið hefur verið valið – mætir Íslandi 18. janúar

Pólska landsliðið verður einn þriggja andstæðinga íslenska landsliðsins í riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í næsta mánuði. Spánverjinn Jesus Javier Fernandez Gonzalez landsliðsþjálfari Póllands svipti í morgun hulunni af leikmannahópnum sem hann hefur valið til þátttöku á mótinu. Athygli vekur...

„Valið var erfiðara en oft áður“

„Ég var búinn að velta valinu mikið fyrir mér áður en ég kynnti hópinn. Kannski velti ég hlutunum of mikið fyrir mér en víst er að það var erfitt að ákveða hverjir færu og hverjir ekki,“ sagði Snorri Steinn...

Dagskráin: Hvaða lið komast í undanúrslit?

Átta liða úrslit bikarkeppni HSÍ fara fram í kvöld. Sigurliðin leika til undanúrslita fimmtudaginn 26. febrúar. Bikarkeppni HSÍ, 8-liða úrslit karla:KA-heimilið: KA - Fram, kl. 18.Kórinn: HK - Haukar, kl. 18.30.Fjölnishöllin: Fjölnir - ÍR, kl. 19.Myntkaup-höllin: Afturelding - FH,...

Elín Klara lék á als oddi

Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir lék á als oddi í gærkvöld með IK Sävehof þegar liðið hóf keppni á ný í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik að loknu hléi vegna heimsmeistaramótsins. Elín Klara skoraði 10 mörk í 12 skotum í öruggum...
- Auglýsing-

Molakaffi: Deila, Johansen, Iversen, Toft, Møller, Edwige

Norska landsliðskonan Live Rushfeldt Deila hefur skrifað undir nýjan samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Esbjerg. Samningurinn gildir fram á mitt árið 2028. Rushfeldt Deila varð heimsmeistari á sunnudaginn en hún er auk þess Ólympíu- og Evrópumeistari með norska landsliðinu. Systir...

Arnór Þór og liðsmenn taka þátt í úrslitahelgi bikarsins – mæta Magdeburg

Arnór Þór Gunnarsson og liðsmenn hans í Bergischer HC unnu sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Bergischer HC lagði MT Melsungen sem leikið hefur til úrslita í bikarkeppninni tvö undangengin ár, 30:23, á heimavelli í...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18141 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -