- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ísak, Döhler, Grétar

Ísak Steinsson varði sex skot, 30%, þegar Drammen vann nauman sigur á Halden á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Halden var yfir í hálfleik, 16:12. Ísak og félagar bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og tókst...

Barcelona eltir Evrópumeistarana

Barcelona heldur áfram að elta Magdeburg í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Barcelona vann franska meistaraliðið PSG í París í kvöld, 30:27, og hefur þar með 14 stig þegar átta viðureignum er lokið. Magdeburg er tveimur stigum á eftir....

Daníel Freyr fór á kostum í Skógarseli

Daníel Freyr Andrésson átti stórleik í marki FH þegar liðið vann öruggan sigur á ÍR, 33:25, í upphafsleik 11. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Skógarseli í kvöld. Daníel Freyr varði 22 skot, annað hvert skot sem á mark...

Fátt virðist geta ógnað SC Magdeburg

Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu áttunda leik sinn í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í kvöld. Liðið er efst í B-riðli keppninnar með 16 stig eftir leikina átta eftir öruggan sigur á RK Zagreb, 43:35, í höfuðborg Króatíu í kvöld. Ómar...
- Auglýsing-

Eftirmaður Rúnars rekinn eftir rúma fjóra mánuði

Skjótt skipast veður í lofti hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig sem Blær Hinriksson leikur með. Stjórnendur félagsins ráku í dag Spánverjann Raul Alonso sem þjálfað hefur liðið síðustu fjóra mánuði. Alonso var kallaður til starfa hjá Leipzig í júlí frá...

Þétt dagskrá alla vikuna fyrir brottför

Kvennalandsliðið æfir hér heima fram á fimmtudagskvöld en það fer til Færeyja daginn eftir og leikur vináttuleik við færeyska landsliðið í Þórshöfn á laugardaginn. Á sunnudaginn eftir verður sameiginleg æfing hjá landsliðunum. Haldið verður til Þýskalands á mánudaginn en...

Handboltahöllin: „Hann hefur tekið risaskref í vetur“

Ómar Darri Sigurgeirsson hefur slegið í gegn hjá FH í vetur um leið og ábyrgð hans hefur vaxið jafnt og þétt. Ómar Darri skoraði átta mörk gegn KA í síðustu viku og verður í eldlínunni með samherjum sínum í...

Garðar Ingi er leikmaður 10. umferðar

Stórleikur FH-ingsins Garðars Inga Sindrasonar gegn KA varð til þess að hann var valinn leikmaður 10. umferðar Olísdeildar karla þegar sérfræðingar Handboltahallarinnar gerðu upp umferðina í vikulegum þætti sínum í sjónvarpi Símans. Garðar Ingi skoraði 13 mörk í 13...
- Auglýsing-

Sara Dögg best í 9. umferð – Selfoss á þrjár í liði umferðarinnar

Sara Dögg Hjaltadóttir úr ÍR er í fimmta sinn í úrvalsliði umferðarinnar hjá Handboltahöllinni en sérfræðingar þáttarins völdu að vanda lið umferðinnar í síðasta þætti á mánudag þegar 9. umferð Olísdeildar kvenna var gerð upp. Sara Dögg var auk...

Dagskráin: FH-ingar mæta í Skógarsel

Ellefta umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með einni viðureign. ÍR og FH mætast í Skógarseli í Breiðholti klukkan 19. ÍR-ingar eru neðstir í deildinni með þrjú stig eftir 10 leiki. FH situr í fimmta sæti með 11 stig...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17797 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -