- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átta landsliðskonur mætast í Evrópuleik í Þýskalandi

Valur sækir í dag heim þýska handknattleiksliðið Blomberg-Lippe í síðari umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna. Leikurinn fer fram í Sporthalle an der Ulmenallee, heimavelli Blomberg-Lippe og hefst klukkan 16. Eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu þýska liðsins...

Viðureign ÍBV og KA/Þórs seinkað um sólarhring

Leik ÍBV og KA/Þór í Olísdeild kvennasem fram átti að fara í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað til morguns, sunnudag. Ástæðan er sú, eftir því sem fram kemur í tilkynningu mótanefndar HSÍ, að ekki var flogið frá Akureyri...

Dagskráin: Leikir í þremur deildum auk Evrópuleiks á Ásvöllum

Fjórir leikir fara fram í Olísdeild kvenna og í Grill 66-deildum karla og kvenna í dag. Til viðbótar mæta Haukar spænska liðinu Costa del Sol Malaga í 3. umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik klukkan 19.15 í kvöld í Kuehne+Nagel-höllinni...

Molakaffi: Ólafur, Tumi, Tryggvi, Hannes, Óðinn, Þorsteinn, Stiven

Ólafur Örn Haraldsson verður eftirlitsmaður EHF á viðureign IK Sävehof og Viborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik. Leikurinn fer fram í Partille í Svíþjóð á morgun og hefst klukkan 14.30. Landsliðskonan Elín...
- Auglýsing-

Grill 66-deild kvenna: Grótta vann Aftureldingu – jafntefli í Kaplakrika

Grótta vann stórsigur á Aftureldingu í 8. umferð Grill 66-deild kvenna í Hertzhöllinni í kvöld, 30:20. Gróttuliðið hafði töluverða yfirburði í síðari hálfleik með góðum varnarleik sem Aftureldingarliðið átti fá svör við. Mosfellingum tókst þar með ekki fylgja eftir...

Grill 66-deild karla: Áfram munar stigi á Víkingi og Gróttu

Áfram munar aðeins einu stigi á Víkingi og Gróttu í tveimur efstu sætum Grill 66-deildar karla eftir leiki kvöldsins. Víkingur, sem er er efstur með 19 stig eftir 10 leiki vann stórsigur á Hvíta riddaranum að Varmá, 37:24. Tapaði...

KA-menn léku sér að Stjörnunni

KA-menn kjöldrógu Stjörnumenn í lokaleik níundu umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld. Lokatölur 36:31 en munurinn var mestur 12 mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Með sigrinum færðist KA upp að hlið Vals í þriðja...

Sannfærandi sigur Fram á Selfossi

Þótt ekki munaði nema tveimur mörkum þegar upp var staðið í Sethöllinni í kvöld þá var sigur Fram á Selfossi öruggari en lokatölurnar gefa til kynna, 29:27. Staðan var 16:13 að fyrri hálfleik loknum.Selfoss er í sjöunda sæti deildarinnar...
- Auglýsing-

Haukar stóðust áhlaup Þórsara

Haukar komust á ný upp að hlið Aftureldingar á topp Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld er þeir lögðu Þór, 35:31, í Kuehne+Nagel-höllinni eins og keppnishöllin á Ásvöllum nefnist um þessar mundir. Haukar hafa þar með 14 stig eftir...

Fumlaus viðbrögð hjálpuðu til – Haukur með í Magdeburg á sunnudag

Ljóst er að fumlaus viðbrögð sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins og sú ákvörðun að láta Hauk Þrastarson ekki taka þátt í síðari landsleiknum við Þýskaland á dögunum hefur m.a. orðið til þess að allar líkur eru á að Haukur leiki með...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
17674 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -