- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þeir hafa annan stíl en Ítalir

„Pólverjar eru með gjörólíkt lið samanborið við ítalska landsliðið. Þeir hafa annan stíl,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik karla, spurður út í pólska landsliðið sem það íslenska mætir í annarri umferð Evrópumótsins í Kristianstad Arena...

Annað eins marks tap í röð í Evrópudeildinni

Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með, tapaði öðrum leiknum í röð með eins marks mun í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna í gærkvöld. Liðið tapaði fyrir MOL Esztergom, 33:32, en leikið...

Alfreð og Þjóðverjar eru með bakið upp við vegg

Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu eru komnir í töluverðan vanda á Evrópumótinu í handknattleik karla eftir tap, 30:27, fyrir Serbíu í annarri umferð riðlakeppninnar í Jyske Bank Boxen í Danmörku í gær. Þjóðverjar verða að vinna...

Landslið Íslands á EM 2026 – strákarnir okkar

Átján leikmenn eru í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í janúar 2026. Helstu upplýsingar um þá er að finna hér fyrir neðan. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður við Ítalíu...
- Auglýsing-

Myndasyrpa: Nokkur valin augnablik úr Ítalíuleiknum

Sólarhringur er síðan íslenska landsliðið lagði ítalska landsliðið örugglega í fyrstu umferð Evrópumótsins í handknattleik karla, 39:26, í Kristianstad Arena í hreint magnaðri stemningu. Þegar þetta er ritað er tæpur sólarhringur í næstu orrustu í keppninni, gegn Pólverjum. Íslenskur...

Nokkrir leikmenn og dómarar sem verða ekki með á EM

Nokkrir þekktir handknattleiksmenn verða að gera sér að góðu að fylgjast með Evrópumótinu í janúar heima í stofu, vegna meiðsla eða sökum þess að þeir hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfara. Frakkland: Nedim Remili.Danmörk: Emil Madsen, Thomas Arnoldsen.Svartfjallaland: Nebojsa Simic,...

Þessum leik mun ég aldrei gleyma

„Ég held að maður muni aldrei gleyma þessum leik, fyrsta markinu á stórmóti og allri þessari stemningu,“ sagði Andri Már Rúnarsson sem lék sinn fyrsta landsleik á stórmóti í gærkvöld þegar íslenska landsliðið vann Ítalíu, 39:26. Andri Már lék...

Ligg meira upp í rúmi meðan peyjarnir spila

„Ég finn kannski aðeins meira fyrir leiknum í gær og ligg meira upp í rúmi meðan peyjarnir spila á spil. Ég geri bara það sem ég þarf til þess að jafna mig,“ sagði Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik...
- Auglýsing-

Einar Þorsteinn er ennþá frá vegna veikinda

Einar Þorsteinn Ólafsson æfði ekkert með íslenska landsliðinu í handknattleik karla í Kristianstad í dag. Ekki er útlit fyrir að hann verði klár í slaginn gegn Pólverjum á morgun. Einar Þorsteinn veiktist í fyrrakvöld og hefur verið settur í...

Pólverji í tveggja leikja bann á EM

Pólverjinn Wiktor Jankowski verður fjarri góðu gamni þegar pólska landsliðið mætir íslenska landsliðinu í annarri umferð riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Kristianstad Arena á morgun klukkan 17. Jankowski fékk beint rautt spjald fyrir grófa óíþróttamannslega framkomu á 34....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
18398 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -