- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Herslumuninn vantaði – bronsleikur bíður Íslands á sunnudaginn

Ísland leikur um bronsverðlaun á Evrópumóti karla á sunnudag eftir tap fyrir Danmörku, 31:28, í hörkuleik í undanúrslitum í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld. Ísland mætir Króatíu, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, í leiknum um bronsverðlaunin...

Engar breytingar á hópnum fyrir stórleikinn

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá 16 leikmenn sem munu taka þátt í undanúrslitaleiknum við Dani á Evrópumótinu í handknattleik karla í Jyske Bank Boxen í Herning í klukkan 19.30. Hann hefur ákveðið að tefla fram sömu leikmönnum...

Sérsveitin með norskan „krók“ á móti banni (bragði)

Trommur hafa lengi verið bannaðar á kappleikjum í Jyske Bank Boxen í Herning sem kemur sér illa fyrir Sérsveitina, stuðningsmannalið íslensku handboltalandsliðanna sem verður á viðureign Íslands og Danmerkur í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik í kvöld. Sveitin er...

Costa innsiglaði fimmta sætið

Martím Costa tryggði portúgalska landsliðinu sigur á Svíum, 36:35, í viðureigninni um 5. sætið á Evrópumóti karla í handknattleik í Herning í dag. Hann skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Í jafnri stöðu, 35:35, sex sekúndum fyrir leikslok tóku...
- Auglýsing-

Palicka er hættur með sænska landsliðinu

Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka tilkynnti í dag að hann gefi ekki oftar kost á sér í landsliðið. Palicka er 39 ára gamall og hefur leikið 185 landsleiki fyrir Svíþjóð, tekið þátt í 14 stórmótum og unnið fjórum sinnum til...

Erum ekki komnir til þess að horfa upp í stúku

„Það eru forréttindi og gaman að vera komnir í þessa stöðu og við verðum að njóta þess,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik spurður út í undanúrslitaleikinn við fjórfalda heimsmeistara Danmerkur í undanúrslitum Evrópumóts karla á þeirra heimavelli...

Komið er annað hljóð í strokkinn hjá EHF

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, lofar bót og betrun við skipulagningu næstu Evrópumóta karla og kvenna í nýrri tilkynningu sem send var út í morgun. Skyndilega er komið annað hljóð í strokkinn í tilkynningu morgunsins frá því í gær þegar EHF...

Myndir: Létt æfing fyrir stórleik kvöldsins

Íslenska landsliðið í handknattleik náði einni léttri æfingu í Jyske Bank Boxen í Herning síðdegis í gær fyrir stórleikinn við Dani í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld. Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari fékk að líta inn á fyrstu mínútur æfingarinnar og náði m.a....
- Auglýsing-

Víkingur tóku sig taki eftir tap í síðustu viku

Víkingur hóf 15. umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í gærkvöld með afar öruggum sigri á FH, 23:16, í Kaplakrika og situr þar með áfram í þriðja sæti deildarinnar. Víkingur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 10:7, en lék...

Stórleikur Elínar Klöru nægði ekki í grannaslag

Þrátt fyrir stórleik Elínar Klöru Þorkelsdóttur í gærkvöld varð IK Sävehof að sætta sig við annað tapið á leiktíðinni í sænsku úrvalsdeildinni er grannliðið Önnereds kom í heimsókn til Partille, 25:24. Elín Klara skoraði sjö mörk, þar af þrjú...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
18571 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -