- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar stefna á fimmta sigurinn í bikarkeppninni

Haukar hafa fjórum sinnum unnið bikarkeppnina í kvennaflokki í átta tilraunum. Fyrsti titillinn vannst árið 1997 í æsispennandi úrslitaleik við Val í Laugardalshöllinni. Á þeim árum voru Haukar með besta lið landsins í kvennaflokki ásamt Stjörnunni og Víkingi. Haukar...

Hafa unnið bikarinn í 16 skipti af 23 mögulegum

Eins illa og karlaliði Fram hefur vegnað í úrslitaleikjum bikarkeppninnar í gegnum tíðina þá hefur kvennaliði Fram gengið flest í haginn. Alltént er Fram sigursælasta lið bikarkeppninnar í kvennaflokki. Af 23 úrslitaleikjum sem kvennalið Fram hefur leikið frá 1976,...

Dagskráin: 6. flokkur og meistaraflokkar á Ásvöllum

Áfram verður leikið til úrslita í Poweradebikarnum í handknattleik í dag. Allir leikir fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Úrslitaleikir meistaraflokka karla og kvenna fara fram eftir hádegið. Fyrir hádegið kemur að úrslitaleikjum 6. flokks karla og kvenna. 6. flokkur...

Stiven Tobar og félagar tylltu sér í efsta sætið

Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica komust í gærkvöld í efsta sæti portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik með sigri á ABC de Braga, 37:34. Leikið var í Braga. Benfica er tveimur stigum á undan meisturum síðasta árs, Sporting...
- Auglýsing-

Daníel Þór og Elmar í sigurliðum í toppbaráttu – annar sá rauða spjaldið

Íslenskir handknattleiksmenn fögnuðu sigrum í 2. deild þýska handknattleiksins þegar 21. umferð hófst. Daníel Þór Ingason og félagar í Balingen-Weilstetten unnu Dresdenliðið Elbflorenz, 32:31, í hörkuleik á heimavelli í uppgjöri liðanna í fjórða og fimmta sæti. Þátttaka Daníels Þórs...

Fyrirhafnarlítill sigur hjá Degi og félögum

Franska liðið Montpellier situr áfram í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar eftir öruggan sigur á næsta neðsta liði deildarinnar, Istres, 36:31, á heimavelli í kvöld. Dagur Gautason lék með Montpellier-liðinu í rúman hálftíma og skoraði fjögur mörk, þar af...

Tumi Steinn var atkvæðamikill í níu marka sigri

Tumi Steinn Rúnarsson lék afbragðsvel í kvöld þegar lið hans, Alpla Hard, vann Bärnbach/Köflach, 34:25, á heimavelli í upphafsleik 18. umferðar austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik. Tumi Steinn, sem er nýlega mættur til leiks á ný eftir meiðsli, skoraði...

Dagskráin: Úrslitaleikir Poweradebikars hjá þeim yngri

Úrslitaleikir yngri flokka í Poweradebikarnum fara fram í kvöld, á morgun og á sunnudag á Ásvöllum. Úrslitaleikir 4. flokks karla kvenna verða á dagskrá og hefjast klukkan 18 og 20.Allir leikir yngri flokkanna verða í beinni útsendingu á Handboltapassanum.Selt...
- Auglýsing-

Þrjú lið kljást um annað sæti A-riðils í lokaumferðinni

Að loknum leikjum 13. og næst síðustu umferðar A-riðils Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld er ljóst hvaða sex af átta liðum riðilsins halda áfram keppni. Eurofarm Pelister átti von fyrir leikina í gær en sú von slokknaði með 10 marka...

Tíu íslensk mörk í Þrándheimi – Kolstad heldur í vonina

Norska meistaraliðið Kolstad heldur áfram í vonina um sæti í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla eftir sigur á Magdeburg, 31:27, í næst síðustu umferð B-riðils keppninnar í gærkvöld. Indurstria Kielce á þó möguleika á að slá...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17844 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -