Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar og Arnar unnu í Porto – Þorsteinn með 4 og Guðmundur Bragi 3

Elvar Örn Jónsson og félagar í MT Melsungen unnu öruggan sigur á FC Porto í Portúgal í kvöld, 29:24, en liðin eru með Val og HC Vardar í riðli Evrópudeildinni í handknattleik karla. Porto verður næstu andstæðingur Vals í...

Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 1. umferð, úrslit

Keppni í riðlakeppni Evrópudeildar, 32-liða úrslitum, hófst í dag. Leikið er í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum. Alls fara fram sex umferðir og verða þær leiknar næstu fjóra þriðjudaga auk tveggja þriðjudaga, 18. og 25. nóvember. Tvö...

Á brattann var að sækja í Skopje

Valsmenn áttu erfitt uppdráttar gegn HC Vardar í viðureign liðanna í fyrstu umferð F-riðils Evrópdeildar karla í handknattleik í Sport Center Jane Sandanski í Skopje í kvöld. Vardarmenn voru talsvert öflugri og unnu öruggan sigur, 33:26. Sigur sem var...

Elliði Snær markahæstur – Tryggvi, Stiven og Óðinn Þór

Elliði Snær Viðarsson var markahæstur hjá Gummersbach ásamt Frakkanum Kentin Mahé þegar liðið vann Svíþjóðarmeistara IK Sävehof, 37:35, á heimavelli í fyrstu umferð H-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik. Liðin tvö eru er með FH og Fenix Toulouse í riðli í...
- Auglýsing-

Sjö marka tap FH-inga í Toulouse

FH hóf þátttöku sína í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik með sjö marka tapi í hörkuleik gegn franska liðinu Fenix Toulouse, 37:30, í Toulouse í kvöld. Franska liðið var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:16. Fenix Toulouse...

Farinn frá Slóvakíu og er fluttur heim

Dvöl handknattleiksmannsins Ólafs Brim Stefánssonar hjá MSK Povazska Bystrica í Slóvakíu var endasleppt. Hann er hættur hjá félaginu og fluttur heim til Íslands tveimur mánuðum eftir að greint var frá komu hans. Hvarf hann frá Slóvakíu án þess að...

Molakaffi: Daníel, Signell, Haenen

Daníel Þór Ingason og liðsmenn Balingen-Weilstetten unnu Dessau-Rosslauer HV 06, 33:29, á heimavelli í gær í 2. deild þýska handknattleiksins. Daníel Þór skoraði ekki mark í leiknum en átti tvær stoðsendingar og varði eitt skot í vörninni. Balingen-Weilstetten situr...

Arnar Birkir var hetja Amo á ótrúlegum endaspretti

Arnar Birkir Hálfdánsson var hetja Amo HK í kvöld þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot Malmö á síðustu mínútum leiks liðanna og krækti í jafntefli, 28:28, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Arnar Birkir skoraði þrjú af fjórum síðustu...
- Auglýsing-

Ómar Ingi markahæstur í öruggum sigri á Göppingen

Þýska meistaraliðið SC Magdeburg vann Göppingen á heimavelli í kvöld, 31:24, og Rhein-Neckar Löwen lagði Hamburg með þriggja marka mun, 30:27, og heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni. Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen hafa tapað einum leik hvort. Fyrrnefnda...

Við keyrum á þetta í Toulouse – Aron varð eftir heima

Aron Pálmarsson leikur ekki með FH gegn Fenix Toulouse í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik í Toulouse í Frakklandi. Aron er meiddur í hné en hann var heldur ekki með gegn Val í Olísdeildinni í Kaplakrika í síðustu viku....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16645 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -