- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spennan eykst á toppnum eftir sigur Selfoss á Þór

Spennan í toppbaráttu Grill 66-deildar karla jókst til muna í dag þegar Selfoss lagði efsta lið deildarinnar, Þór, 34:28, í Sethöllinni á Selfossi. Um leið tylltu Selfyssingar sér í efsta sæti deildarinnar. Þeir hafa 20 stig eftir 12 leiki,...

Jokanovic fleytti ÍBV í undanúrslit – vítakeppni þurfti til í Eyjum

Petar Jokanovic markvörður ÍBV sá til þess að ÍBV komst í undanúrslit Powerade-bikars karla í handknattleik. Eftir tvíframlengdan leik varð að knýja fram úrslit leiksins í vítakeppni. Í henni varði Jokanovic tvö af fimm vítaköstum FH-inga á sama tíma...

Haukar gagnrýna HSÍ og dómstóla – eftirmálarnir eru skammarlegir

„Niðurstaða dómstóla HSÍ vegna bikarleiks Hauka og ÍBV 2024 voru Haukum mikil vonbrigði, bæði í ljósi þess að Haukar unnu sannfærandi sigur gegn ÍBV og vegna þess að vinnubrögð HSÍ þykja ófagleg,“ segir m.a. í harðorðri grein sem handknattleiksdeild...

Ellefu marka sigur Vals í hádegisleiknum í Eyjum

Í annað sinn á þremur dögum hafði Valur betur í viðureign við ÍBV í Vestmannaeyjum í dag, 32:21. Að þessu sinni var leikur liðanna liður í Olísdeild kvenna en fyrri viðureignin, á fimmtudagskvöld á sama stað, var í átta...
- Auglýsing-

Dagskráin: Fyrsti leikur fyrir hádegi – bikarkeppni og toppslagir

Keppni hefst snemma dags á Íslandsmótinu í handknattleik. Klukkan hálf tólf gefa dómararnir Gunnar Óli Gústafsson og Bóas Börkur Bóasson leikmönnum ÍBV og Vals merki um að hefja leik sinn í Olísdeild kvenna. Eftir það rekur hver leikurinn annan....

Molakaffi: Elmar, Grétar, Aron, Bjarki, Tumi, Hannes

Elmar Erlingsson skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar lið hans HSG Nordhorn-Lingen vann stórsigur á HSG Konstanz, 35:23, á útivelli í 2. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld. HSG Nordhorn-Lingen fór a.m.k. í bili upp í sjötta sæti...

Þriðji sigur HK í röð – annað tap hjá Haukum með sömu markatölu

HK vann þriðja leik sinn í röð í Olísdeild karla í kvöld þegar þeir lögðu Hauka sannfærandi í Kórnum, 30:29, í upphafsleik 16. umferðar. Um leið var þetta annar tapleikur Hauka í röð með einu marki og sömu markatölu....

Katrín Helga skoraði 10 mörk í öruggum sigri

Afturelding treysti stöðu sína í öðru sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld með öruggum átta marka sigri á FH, 33:25, á heimavelli í upphafsleik 14. umferðar. Katrín Helga Davíðsdóttir átti stórleik fyrir Aftureldingu. Hún skoraði 10 mörk...
- Auglýsing-

Donni og Einar Þorsteinn fögnuðu sigrum

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Skandeborg AGF þegar liðið vann TTH Holstebro, 37:28, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld er keppni hófst á nýjan leik í dönsku úrvalsdeildinni eftir...

Rúmar fjórar vikur í næstu landsleiki – fyrir dyrum stendur Grikklandsferð

Aðeins eru rétt rúmar fjórar vikur þangað til karlalandsliðið í handknattleik kemur saman næst til æfinga og keppni. Framundan eru leikir í þriðju og fjórðu umferð undankeppni EM 2026. Íslenska landsliðið mætir Grikkjum heima og heiman 12. og 15....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17849 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -