- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meiðslin voru alvarlegri en í fyrstu var talið

Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik hefur ekki leikið með þýska liðinu Blomberg-Lippe í rúmlega mánuð vegna meiðsla í ökkla. Í fyrstu var talið að meiðslin væru ekki alvarleg og Andrea yrði frá keppni í skamman tíma. Annað kom á...

Dagskráin: Selfoss sækir Fram heim – keppni hefst aftur eftir hlé

Fjórtánda umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með viðureign Fram og Selfoss í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Flautað verður til leiks klukkan 20.30. Fram er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig en Selfoss er í fjórða sæti sjö...

Molakaffi: Jacobsen, Silva, Hee, Nusser, Arcos

Hinn sigursæli Nikolaj Jacobsen stýrði danska landsliðinu til í 150. skipti í gær þegar liðið vann Brasilíu, 33:21, í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Jacobsen tók við þjálfun danska landsliðsins 2017 þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson lét af störfum. Síðan hefur...

Anton verður eftirmaður Ágústs Þórs

Anton Rúnarsson tekur við þjálfun Íslands- og bikarmeistara Vals í handknattleik kvenna í sumar þegar hinn sigursæli Ágúst Þór Jóhannsson færir sig um set úr þjálfun kvennaliðs Vals yfir í þjálfun karlaliðs félagsins. Forráðamenn Vals hafa um nokkurt skeið...
- Auglýsing-

Costa skaut Portúgal í undanúrslit í fyrsta sinn

Portúgal er komið í undanúrslit á HM í handknattleik karla í fyrsta sinn eftir sigur á Þýskalandi, 31:30, í framlengdum leik í Unity Arena-keppnishöllinni í Bærum í Noregi. Matim Costa skoraði sigurmark Portúgal þegar fjórar sekúndur voru eftir af...

Pajovic sterklega orðaður við stól þjálfara Flensburg

Slóveninn Ales Pajovic er sagður verða næsti þjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg-Handewitt. Pajovic er landsliðsþjálfari Austurríkis en samningur hans um þjálfun landsliðsins rennur út um mitt þetta ár. Sport-Bild segir frá þessu tíðindum í dag samkvæmt heimildum en hvorki félagið né...

Danir í undanúrslit fjórða HM í röð

Fjórða skiptið í röð eru Danir komnir í undanúrslit á heimsmeistaramóti í handknattleik. Brasilíumenn voru Dönum engin fyrirstaða í fyrri leik átta liða úrslita í Unity Arena-keppnishöllinni í Bærum í Noregi í kvöld að viðstöddum 5.922 áhorfendum. Lokatölur, 33:21,...

Daníel Bæring og Sigurjón Atli skrifa undir samninga

Daníel Bæring Grétarsson og Sigurjón Bragi Atlason hafa skrifað undir nýja samninga við handknattleiksdeild Aftureldingar. Báðir voru þeir veigamiklir leikmenn í 3. flokks liði Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari á seinasta tímabili. Þeir hafa einnig verið að stimpla sig inn...
- Auglýsing-

Með því sárasta sem ég hef upplifað á ferlinum

„Það er svekkjandi, sárt og mikil vonbrigði að svona skyldi fara. Ég verð lengi að sætta mig við þessa niðurstöðu. Þetta er með því sárasta sem ég hef upplifað á ferlinum sem leikmaður og þjálfari,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson...

Molakaffi: Síðustu leikir, Koppang, Roberts, Løke

Síðari tveir leikir átta liða úrslita heimsmeistaramóts karla í handknattleik fara fram í kvöld. Klukkan 16.30 mætast Danmörk og Brasilía í íþróttahöllinni í Bærum. Þremur stundum síðar hefst síðasti leikur átta liða úrslita þegar Portúgal og Þýskaland eigast við. Portúgal...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17850 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -