- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sveinn meiddist á æfingu síðdegis

Sveinn Jóhannsson landsliðsmaður í handknattleik meiddist á æfingu landsliðsins síðdegis í dag. Vísir segir frá að óhapp hafi orðið æfingu landsliðsins þegar Sveinn stökk yfir auglýsingaskilti á æfingavellinum þegar liðið var hita upp í fótbolta, eins og vani er....

Gabrieri er farinn frá ÍBV

Króatinn Marino Gabrieri sem gekk til liðs við ÍBV fyrir keppnistímabilið er farinn frá félaginu, eftir því sem handbolti.is kemst næst. Gabrieri náði aldrei að sýna sitt rétta andlit með ÍBV í leikjum Olísdeildarinnar en mun hafa fengið tækfæri...

Slógum vopnin úr þeirra höndum strax í upphafi

„Það er alltaf erfitt að sofna eftir svona leiki en maður var þeim mun glaðari þegar svefninn tók yfir,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann að máli upp úr hádeginu í dag, fjórtán tímum...

Sofnaði ekki fyrr en á fjórða tímanum í nótt

„Ég sofnaði ekki fyrr en á milli þrjú og hálf fjögur í nótt. Adrenalínið var ennþá á fullu,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb laust upp úr hádeginu...
- Auglýsing-

Díana Dögg ristarbrotnaði í Ungverjalandi

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Blomberg-Lippe er ristarbrotin og verður frá keppni næstu vikurnar. Díana Dögg staðfesti tíðindin við handbolta.is í dag en áður hafði félagið hennar sagt frá þessum ótíðindum. Díana Dögg ristarbrotnaði í...

Myndasyrpa: Stjarnan sem skærast skein

Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var stjarnan sem skærast skein í Zagreb Arena í gærkvöld þegar íslenska landsliðið í handknattleik vann Slóveníu, 23:18, og tryggði sér sigur í G-riðli heimsmeistaramótsins og um leið sæti í milliriðli mótsins með fullu húsi...

Valur og Haukar leika í Tékklandi í 8-liða úrslitum

Haukar og Valur drógust bæði gegn tékkneskum félagsliðum í 8-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið var í morgun. Valur leikur við Slavía Prag en Haukar mæta Hazena Kynzvart. Íslensku liðin byrja bæði á útivelli 15. eða 16. febrúar...

Fann það fyrir leikinn að það var sturlun í mönnum

„Ég lagði ákveðna vinnu fyrir strákana og þeir svöruðu með þessum leik. Varnarleikurinn var stórkostlegur og Viktor Gísli alveg rúmlega það í markinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Slóvenum, 23:18,...
- Auglýsing-

Vorum gjörsamlega í andlitinu á þeim frá fyrstu mínútu

„Viktor reddaði okkur í hvert skipti sem við skitum upp á bak. Frábært samstarf á milli varnar og sóknar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason eftir frábæran leik íslenska landsliðsins á HM í kvöld þegar það vann Slóvena, 23:18, eftir frábæran...

Egyptar á miðvikudag – leikir og leiktímar milliriðla

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins verður við Egyptaland klukkan 19.30 á miðvikudaginn. Næst mætir íslenska liðið Króötum á föstudaginn og aftur klukkan 19.30. Síðasti leikurinn í milliriðlum verður gegn Argentínu á sunnudaginn. Þá verður flautað til leiks...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17856 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -