Efst á baugi
Guðjón L. hættur hjá EHF – hélt að ég ætti ár eftir
Guðjón L. Sigurðsson hefur lokið störfum sem eftirlitsmaður á leikjum á vegum Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Honum hefur verið gert að hætta vegna aldurs en Guðjón er 69 ára gamall. Guðjón mun hinsvegar halda ótrauður áfram í hlutverki eftirlitsmanns á...
Fréttir
Óvissa hjá Hjálmtý og Jóni Ásgeiri – ÍR án Hrannars
Óvíst er hvenær Hjálmtýr Alfreðsson og Jón Ásgeir Eyjólfsson verða klárir í slaginn með Stjörnunni í Olísdeild karla. Báðir eru meiddir og gátu ekki tekið þátt í viðureign Stjörnunnar og HK í 1. umferð Olísdeildar karla. Stjarnan sækir ÍBV...
Efst á baugi
Margrét er alls ekki hætt – fékk tveggja mánaða frí
Athygli vakti að aðalmarkvörður kvennaliðs Hauka undanfarin ár, Margrét Einarsdóttir, var ekki í leikmannahópi liðsins í sigurleiknum á Selfossi í fyrstu umferð Olísdeildar á fimmtudaginn í síðustu viku. Hún verður heldur ekki með Haukum í næstu leikjum. Margrét hefur...
Efst á baugi
Dæma leik vikunnar í 1. umferð Meistaradeildar
Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma strax í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki annað kvöld. Þeir hafa verið settir á viðureign danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold og franska liðsins í HBC Nantes sem fram fer í Sparekassen...
Efst á baugi
Molakaffi: Bergischer, Palicka, Bergerud, Knorr
Bergischer HC fór vel af stað í keppni 2. deildar í Þýskalandi undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar. Liðið vann Tusem Essen í 1. umferð um nýliðna helgi, 30.21. Tjörvi Týr Gíslason var fastur fyrir í vörninni og var einu...
Efst á baugi
Ívar Bessi tognaði á ökkla – frá keppni um tíma
Ívar Bessi Viðarsson leikmaður ÍBV tók ekki þátt í leik liðsins gegn Val í upphafsumferð Olísdeildar í síðustu viku. Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV sagði handbolta.is að Ívar Bessi hafi ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Hann hafi tognað...
Efst á baugi
Annar Færeyingurinn er enn án leikheimildar
Færeyski handknattleiksmaðurinn Sveinur Ólafsson er ekki orðinn gjaldgengur með Aftureldingu á Íslandsmótinu. Eftir því sem handbolti.is hefur fregnað er óvíst hvenær af því verður. Standa mun í Aftureldingarmönnum að greiða um hálfa milljón króna í uppeldisbætur til viðbótar við...
Fréttir
Harpa Valey skrifaði undir þriggja ára samning
Harpa Valey Gylfadóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til þriggja ára.Harpa Valey kom til liðs við Selfoss sumarið 2023 frá uppeldisfélagi sínu, ÍBV. Harpa er leikstjórnandi en getur einnig leikið í hægra horni. Á nýliðnu...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Þórir lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Noregs
Þórir Hergeirsson hættir þjálfun norska kvennalandsliðsins í handknattleik í árslok, að loknu Evrópumeistaramótinu sem haldið verður í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Þórir greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi fyrir stundu.Þórir tók við þjálfun norska landsliðsins 2009 af Marit Breivik...
Efst á baugi
Konum fjölgar í hópi þjálfara í Olísdeildinni
Sennilega hafa ekki fleiri konur komið að þjálfun liða í efstu deild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, en á tímabilinu sem nýlega er hafið. Eftir því sem handbolti.is kemst næst eru sex konur við þjálfun hjá fimm af átta liðum...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
16814 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -