Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistarakeppni HSÍ á miðvikudag og laugardag

Handknattleikstímabilið hefst formlega á miðvikudagskvöld þegar FH og Valur mætast í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í íþróttahúsinu í Kaplakrika, heimavelli Íslands- og deildarmeistara FH. Andstæðingurinn, Valur, vann bikarkeppnina á síðasta keppnistímabili auk Evrópubikarkeppninnar í maí. Flautað verður til leiks...

Ekkert hik á Skarphéðni Steini

Skarphéðinn Steinn Sveinsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.„Skarphéðinn er ungur og sprækur línumaður uppalinn á parketinu á Selfossi. Skarphéðinn var hluti af U-liði Selfoss sem vann 2. deildina síðastliðinn vetur. Það verður gaman...

Sissi bætist í þjálfarateymi Íslandsmeistara Vals

Sigurgeir Jónsson eða Sissi eins og hann er oftast kallaður hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Vals. Sissi kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og vera Ágústi Þór Jóhannssyni, Degi Snæ Steingrímssyni og Hlyni Morthens innan handar ásamt því...

Frændurnir hafa ekkert verið með Haukum fram til þessa

Frændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson hafa lítið sem ekkert leikið með Haukum í æfingaleikjum síðan að undirbúningstímabilið hófst í sumar. Guðmundur Hólmar gekkst undir aðgerð á öxl í sumar og Geir leitaði sér lækningar vegna ítrekaðra tognunar...
- Auglýsing-

Pálmi Fannar verður ekki með HK í vetur

Pálmi Fannar Sigurðsson fyrirliði og einn traustasti leikmaður HK á undanförnum árum leikur ekki með liðinu í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Sennilegt er að handknattleiksskór hans séu að mestu komnir upp á hillu.Eftir því sem handbolti.is hefur fregnað er...

Molakaffi: Orri, Stiven, Haukur, Ísak, Viktor, Einar, Tryggvi, Bjarki, Arnar, Elvar, Viktor, Andri, Viggó

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting unnu Benfica í úrslitaleik Meistarakeppninnar í Portúgal í gær, 37:21. Orri Freyr hefur átt í meiðslum í ökkla og kom lítið við sögu en var engu að síður á leikskýrslu. Stiven Tobar...

Myndir: Verðlaunahafar Ragnarsmótsins

Ragnarsmótinu í handknattleik karla í gær með sigri Gróttu eins og handbolti.is sagði frá í gærkvöld. Að vanda lét mótshaldari, handknattleiksdeild Selfoss, ekki nægja að veita sigurliðinu verðlaun heldur var nokkrum einstaklingsverðlaunum deilt út til leikmanna sem sköruðu framúr...

Atli kemur inn í þjálfarateymi Selfoss

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur samið við Atla Kristinsson um að ganga inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla fyrir komandi tímabil. Hann mun verða Carlos Martin Santos til halds og trausts með meistaraflokk karla sem og 3. flokk auk U-liðsins.Atli er...
- Auglýsing-

Tinna Valgerður er mætt til leiks á ný með Gróttu

Handknattleikskonan Tinna Valgerður Gísladóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Tinna Valgerður er fædd árið 2000 og er uppalin á Nesinu og hefur lengst af leikið undir merkjum Gróttu. Tímabilin 2021-2023 lék Tinna Valgerður með Olísdeildarliði...

HM18 kvenna – leikjadagskrá, úrslit, mótslyktir

Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, stóð yfir frá 14. ágúst til sunnudagsins 25. ágúst í Chuzhou í Kína. Mótinu lauk vitanlega með úrslitaleik. Spánverjar unnu Dani í æsispennandi viðureign, 23:22. Bronsverðlaunin komu í...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16845 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -