Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mrsulja framlengir veruna hjá Víkingi

Serbneski handknattleiksmaðurinn Igor Mrsulja hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Víking. Mrsulja kom til Víkinga fyrir tveimur árum og hefur leikið með liði félagsins jafnt í Grill66-deildinni og í Olísdeildinni.Mrsulja kom til Gróttu fyrir þremur...

ÓL-molar: Markahæstar, stoðsendingar, varin skot, Zaadi, met, Mikler

Angela Malestein leikmaður hollenska landsliðsins er markahæst í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Hún hefur skoraði 29 mörk í fimm leikjum. Malestein getur bætt við mörkum því hún verður í eldlínunni með hollenska landsliðinu gegn danska landsliðinu í átta liða...

Molakaffi: Óðinn, Hannes, Tumi, Einar, Guðmundur, Arnór, Einar

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen, vann Alpla Hard, 37:31, í æfingaleik í Hard í Austurríki.  Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard og Tumi Steinn Rúnarsson er nýr...

ÓL: Leikir átta liða úrslita karla – leiktímar og undanúrslit

Ljóst er hvaða þjóðir mætast í átta liða úrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum eftir að riðlakeppninni lauk í kvöld. Einnig hafa leiktímar verið staðfestir af Alþjóða handknattleikssambandinu. Um leið liggur einnig fyrir hvernig undanúrslitaleikirnir leggjast.Leikir átta liða úrslita verða...
- Auglýsing-

ÓL: Króatar eru úr leik – Spánverjar í átta lið úrslit

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu eru úr leik í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París. Þeir töpuðu fyrir Spánverjum í æsispennandi leik í lokaumferð riðlakeppninnar, 32:31. Aleix Gómez skoraði sigurmark Spánar fjórum sekúndum fyrir leikslok. Aðeins átta sekúndum...

ÓL: Ekkert virðist stöðva Dani – Norðmenn mæta Slóvenum

Danir héldu í dag áfram sigurgöngu sinni í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum þegar þeir lögðu Norðmenn, 32:25, í fimmtu og síðustu umferð B-riðils. Danska landsliðið hafnaði þar með í efsta sæti riðilsins og mætir Svíþjóð í átta liða úrslitum...

ÓL: Alfreð og félagar í efsta sæti – mæta Frökkum í átta liða úrslitum

Alfreð Gíslason og leikmenn hans í þýska landsliðinu unnu landslið Slóveníu á afar sannfærandi hátt í lokaumferð A-riðils handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag, 36:29, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 23:14. Sigurinn tryggði þýska landsliðinu efsta sæti...

ÓL: Bar andstæðing sinn í fanginu af leikvelli

Fyrirliði brasilíska landsliðsins í handknattleik kvenna, Tamires Morena de Araujo Frossard, sýndi einstakt drenglyndi í viðureign Brasilíu og Angóla í lokaumferð riðlakeppni Ólympíuleikanna í gær þegar hún bar fyrirliða Angóla, Albertina Kassoma, í fanginu af leikvelli. Kassoma meiddist á...
- Auglýsing-

ÓL: Farið til Lille – leikir átta liða úrslita og tímasetningar

Eftir að riðlakeppni í handknattleik kvenna lauk í gærkvöld verða leikmenn og starfsmenn liðanna átta sem sem halda áfram keppni að yfirgefa Ólympíuþorpið í París í dag og fara til Lille, nærri landamærum Frakklands og Belgíu. Á Pierre Mauroy...

Molakaffi: Dolenec, Persson, meiddir, Klemencic, Gerona, Ortega

Hinn þrautreyndi slóvenski landsliðsmaður og Íslandsvinur, Jure Dolenec, hefur skrifað undir samning við króatíska liðið RK Nexe. Dolenec er tíundi nýi leikmaður liðsins fyrir næstu leiktíð. Dolened hefur leikið með Limoges síðustu þrjú ár en var þar áður í fjögur...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16926 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -