- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norska landsliðið kjöldró það sænska

Norska landsliðið tók það sænska í kennslustund í fyrstu umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik og vann með 13 marka mun, 39:26, í Westfalenhalle í Dortmund. Fyrri hálfleikurinn var hrein niðurlæging fyrir sænska landsliðið. Evrópu- og Ólympíumeistarar Noregs léku...

Lentum strax á vegg sem var erfitt að eiga við

„Hópurinn var svekktur eftir leikinn í gær en hefur jafnað sig í dag og er byrjaður að búa sig af krafti undir leikinn við Spánverja á morgun,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann á fundi...

EHF sektar gjaldþrota félag og dæmir í 2 ára keppnisbann

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur sektað rekstrarfélag þýska handknattleiksliðsins HB Ludwigsburg um 25.000 evrur fyrir að gefa upp villandi upplýsingar um fjárhagsstöðu sína þegar félagið sótti um keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki í vor. Tveimur mánuðum síðar var...

Víkingur tapaði máli hjá dómstólum HSÍ – þarf að greiða málskostnað Vals

Dómstóll HSÍ hefur fellt dóm í kæru Víkings vegna framkvæmdar leiks liðsins við Val 2 í Grill 66-deild karla í nóvembermánuði. Dómurinn féll Val í vil og kröfum Víkings hafnað þar sem um dómaramistök hafi verið að ræða og...
- Auglýsing-

Matthildur Lilja hefur jafnað sig – fleiri hafa ekki veikst

Matthildur Lilja Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik hefur jafnað sig af veikindum sem slógu hana út af laginu í fyrrinótt og urðu þess valdandi að hún gat ekki tekið þátt í leiknum við Svartfellinga í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í gær. „Matthildur er...

Myndasyrpa: Súrt tap í Westfalenhalle

Íslenska landsliðið í handknattleik fékk ekki draumabyrjun í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í gær þegar það tapaði með níu marka mun, 36:27, fyrir Svartfellingum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 14:11. Leikið var í Westfalenhalle...

Handboltahöllin: „Það var fullorðins varnarleikur“

ÍR-ingar unnu sinn fyrsta leik í Olísdeild karla á þessari leiktíð er þeir lögðu Þórsara í Skógarseli, 34:31. Farið var rækilega yfir leikinn og frammistöðu ÍR-liðsins í honum í Handboltahöllinni síðasta mánudag. Ásbjörn Friðriksson annar sérfræðingur þáttarins að þessu...

Dagskráin: Þrír leikir þegar 13. umferð hefst

Þrettánda umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með þremur viðureignum. ÍR-ingar, sem unnu sinn fyrsta leik í deildinni á laugardaginn, sækja Selfyssinga heim klukkan 19 í upphafsleik umferðarinnar. Afturelding fær heimsókn af HK-ingum í Myntkaup-höllina að Varmá hálftíma...
- Auglýsing-

Ennþá er von hjá Færeyingum þrátt fyrir tap

Þjóðverjar unnu Færeyinga, 36:26, í fyrstu umferð milliriðils tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Dortmund í gær. Lið beggja þjóða eru með íslenska landsliðinu í riðli á mótinu. Þrátt fyrir tapið þá er ekki öll von úti hjá...

Hætt hjá Skara HF og flytur heim til Íslands

Handknattleikskonan Aldís Ásta Heimisdóttir leikur ekki fleiri leiki með sænska meistaraliðinu Skara HF. Hún er barnshafandi og er að flytja heim til Akureyrar ásamt sambýlismanni eftir þriggja og hálfs árs veru í Skara. Frá þessu er sagt á heimasíðu Skara...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17973 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -