Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elmar átti þátt í næst flestum mörkum á HM

Elmar Erlingsson átt þátt í næst flestum mörkum á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem lauk í Póllandi í gær. Hann varði í öðru sæti á lista þeirra sem gáfu flestar stoðsendingar og í fimmta sæti yfir þá sem skoruðu...

Molakaffi: Hert á reglum, vel heppnað, Partille cup hefst

Stjórnendur þýsku handknattleiksdeildanna hafa hert á reglum með auglýsingaborða á gólfum keppnishalla vegna tíðra slysa og alvarlegra meiðsla handknattleiksfólk. Talið er að rekja megi mörg slys til óviðunandi borða sem eru annað hvort ekki með svokallaðri sleipuvarnarfilmu eða eru...

Myndskeið: Glæsimark Óla – þess besta og markahæsta

Færeyingurinn Óli Mittún var valinn mikilvægasti leikmaður heimsmeistaramóts 21 árs landsliða í handknattleik karla sem lauk í Póllandi síðdegis. Hann varð einnig markahæstur með 73 mörk. Svíinn Axel Månsson var annar með 70 mörk.Óli leiddi færeyska liðið, sem fékk...

Sigurganga Dana heldur áfram á handknattleiksvellinum

Sigurganga Dana á handknattleiksvellinum heldur áfram og svo virðist vera sem möguleikar séu allgóðir fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Alltént virðist efniviður vera fyrir hendi þegar heimsmeistaramót 21 árs landsliða er gert upp eftir 11 daga...
- Auglýsing-

HMU21-’25: Dagskrá og úrslit síðustu leikja mótsins

Framundan er endasprettur á heimsmeistaramóti karla í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Mótið hófst 18. júní í Grikklandi og í Þýskalandi og lýkur með úrslitaleik á sunnudaginn 29. júni í  Katowice í Póllandi. Það sem vekur óneitanlega athygli...

Leikmenn kallaðir úr sumarleyfi – niðurstaðan varð sú sama og áður

Engin breyting verður á niðurstöðu keppni í þýsku 2. deildinni í handknattleik þrátt fyrir að þurft hafi að endurtaka einn leik í dag, þremur vikum eftir að talið var að deildarkeppnin hefði verið leidd til lykta. Vegna kæru á...

Beint: Portúgal – Danmörk, 1. sæti HM21 árs, kl. 17.30

Hér fyrir neðan er hlekkur á streymi frá úrslitaleik Portúgals og Danmerkur um heimsmeistaratitilinn á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í handknattleik í Póllandi. Leikurinn hefst klukkan 17.30.https://www.youtube.com/watch?v=kQrpmbju99YHMU21-’25: Dagskrá og úrslit síðustu leikja mótsins

HM-bronsverðlaun til Færeyja – lögðu Svía í úrslitaleik

Færeyingar unnu sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Svía, 27:26, í leiknum um bronsverðlaunin í Katowice í Póllandi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður hjá færeysku piltunum sem voru sterkari í síðari hálfleik þegar þeir...
- Auglýsing-

Beint: Færeyjar – Svíþjóð, 3. sæti HM21 árs, kl. 15

Hér fyrir neðan er hlekkur á streymi frá viðureign Færeyja og Svíþjóðar um 3. sæti á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í handknattleik í Póllandi. Leikurinn hefst klukkan 15.00.https://www.youtube.com/watch?v=ylcMKKXmbuwHMU21-’25: Dagskrá og úrslit síðustu leikja mótsins

Ákvörðun félagsins að vera með fókus á kvennaliðinu

Athygli vakti á dögunum þegar tilkynnt var hvaða íslensku félög taka þátt í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð að karlalalið Vals verður ekki með eftir að hafa nánast sleitulaust tekið þátt í Evrópukeppni félagsliða síðasta áratuginn. Valur var eitt...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16451 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -