Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

2. deild: Tólfta mark Kristjáns Helga var sigurmarkið í Mýrinni

Kristján Helgi Tómasson skoraði sigurmark ungmennaliðs Stjörnunnar í dag í upphafsleik 2. deildar karla þegar ÍH sótti granna sína heim í Mýrina. Kristján Helgi skoraði helming marka Stjörnunnar í 24:23, sigri. Tólfta og síðasta markið varð staðreynd 33 sekúndum...

Grill 66karla: Valur hafði betur í Safamýri

Ungmennalið Vals hafði betur í viðureign við ungmennalið Víkings í 2. umferð Grill 66-deildar karla í Safamýri, heimavelli Víkings, í kvöld, 30:26. Valsliðið var fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12, í uppgjöri ungmenna- og grannliðanna sem lengi elduðu grátt...

Dagur og Hafþór unnu í háspennuleik í Sør Amfi – myndskeið

Dagur Gautason, Hafþór Már Vignisson og félagar í ØIF Arendal unnu Elverum í æsispennandi leik, 29:28, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli í dag. Bæði lið fengu tækifæri til þess að skora á síðustu 10 sekúndum leiksins en...

Grill 66kvenna: Emilía Ósk skoraði 10 mörk í Safamýri

Emilía Ósk Steinarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir FH og var markahæst á leikvellinum þegar FH vann nýliða Berserki í Safamýri, 35:15, í dag í næst síðasta leik 2. umferð Grill 66-deildar kvenna. FH-ingar voru með tögl og hagldir í...
- Auglýsing-

Ekki gengur sem skyldi hjá SC DHfK Leipzig

Ekki gengur sem skyldi hjá Rúnari Sigtryggssyni og lærisveinum hans í þýska 1. deildarliðinu SC DHfK Leipzig. Eftir afar góðan árangur á undirbúningstímanum hefur gengið brösulega það sem af er leiktíðinni í þýsku 1. deildinni. Jafntefli við Magdeburg á...

Íslendingaslagur í undanúrslitum í Hangzhou

Gömlu samherjarnir úr íslenska landsliðinu í handknattleik, Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson, verða andstæðingar í undanúrslitaleik handknattleikskeppni Asíuleikanna í Hangzhou í Kína á þriðjudaginn. Barein vann A-riðil átta liða úrslitanna en japanska landsliðið hafnaði í öðru sæti í B-riðli.Landsliðs...

Adolf Ingi „tók fram skóna“ í KA-heimilinu

Hinn þrautreyndi íþróttafréttamaður sem um langt árabil vann hjá RÚV, Adolf Ingi Erlingsson, „tók fram skóna“ á föstudagskvöld og lýsti viðureign KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla sem sendur var út í sjónvarpi Símans.Adolf Ingi sagði við handbolta.is að...

Dagskráin: Grill 66- og 2. deild

Einn leikur fer fram í Grill 66-deild kvenna í dag og annar í Grill 66-deild karla. Annarri umferð lýkur í báðum deildum á morgun, mánudag.Til viðbótar verður flautað til leiks í 2. deild karla. Upphafsleikur deildarinnar verður háður í...
- Auglýsing-

Orri Freyr og félagar efstir – Stiven mætti eftir meiðsli

Íslensku handknattleiksmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Stiven Tobar Valencia voru báðir í sigurliðum í portúgölsku efstu deildinni í gær. Orri Freyr og félagar unnu Águas Santas Mianeza, 35:18, á heimavelli í Lissabon. Sporting er efst í deildinni með 15...

Molakaffi: Ómar, Janus, Viktor, Róbert, Ásgeir, Sveinbjörn, Hannes, Wilbek

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar lið hans Magdeburg vann meistara THW Kiel, 34:31, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Janus Daði Smárason skoraði ekki mark að þessu sinni....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16870 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -