Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi fór á kostum í stórsigri – Magdeburg stigi á eftir efstu liðum

Ómar Ingi Magnússon lék við hvern sinni fingur í dag þegar SC Magdeburg vann neðsta lið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með 14 marka mun, 37:23, á útivelli. Ómar Ingi skoraði 11 mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum. Einnig gaf...

Reykjavíkurborg bauð Evrópubikarmeisturum Vals til móttöku í Höfða

Reykjavíkurborg bauð Evrópubikarmeisturum Vals í handknattleik kvenna til móttöku í Höfða á fimmtudaginn í tilefni af sigri liðsins í Evrópbikarkeppninni helgina áður. Valur varð þar með fyrst íslenskra kvennaliða til þess að vinna eitt af Evrópumótum félagsliða.Karlalið Vals ruddi...

KR-ingur varð tvöfaldur meistari á Bretlandi

Íslenskur doktorsnemi við Oxford-háskóla á Englandi, Sigurbjörn Markússon, varð á dögunum enskur meistari í handknattleik með liði Oxford. Frá þessu segir Vísir í dag og er ítarlega rætt við Sigurbjörn um kynni hans af handboltanum ytra og náminu en...

Daníel Þór og Elmar fögnuðu naumum sigrum

Daníel Þór Ingason og Elmar Erlingsson fögnuðu báðir sigrum með liðum sínum, Balingen-Weilstetten og Nordhorn-Lingen, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Balingen situr í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hüttenberg sem er í öðru sæti en...
- Auglýsing-

Orri Freyr og félagar í kjörstöðu fyrir úrslitaleikinn

Orra Frey Þorkelssyni og liðsfélögum í Sporting Lissabon varð ekkert á í messunni í kvöld þegar þeir sóttu Maritimo heim til Madeira í næsta síðustu umferð úrslitakeppni fjögurra efstu liða portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þeir unnu með níu...

Haraldur Björn er mættur í heimahaga á ný

Handknattleiksmaðurinn Haraldur Björn Hjörleifsson hefur ákveðið að snúa aftur heim í heimahagana til Aftureldingar eftir tveggja ára veru hjá Fjölni. Haraldur Björn hefur hripað nafn sitt undir tveggja ára samning við Aftureldingu, eftir því sem segir í tilkynningu félagsins...

Silfrið kom í hlut landsliðskvennanna eftir annasamt tímabil

Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir ljúka annasömu fyrsta keppnistímabili með þýska liðinu Blomberg-Lippe með silfurverðlaunum í þýsku 1. deildinni. Blomberg-Lippe tapaði síðari úrslitaleiknum um þýska meistaratitilinn fyrir Ludwigsburg, 26:22, á heimavelli. HB Ludwigsburg er þar með...

Dagur leikur til úrslita í Evrópudeildinni

Franska liðið Montpellier með Akureyringinn Dag Gautason innan sinna raða leikur til úrslita í Evrópudeildinni í handknattleik karla á morgun gegn þýska liðinu Flensburg. Montpellier lagði THW Kiel, 32:31, í síðari undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar í Barclays Arena í Hamborg nú...
- Auglýsing-

Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven Tobar

Þorsteinn Leó Gunnarsson og liðsfélagar í Porto höfðu betur gegn Benfica, með Stiven Tobar Valencia innanborðs, í næst síðustu umferð fjögurra liða úrslita portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik í Porto í dag, 37:34.Þar með eru leikmenn Porto albúnir...

Elvar Örn og Arnar Freyr leika um brons í Hamborg

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson og samherjar í MT Melsungen leika um bronsverðlaun í Evrópudeildinni í handknattleik á morgun. Þeir töpuðu fyrir Flensburg í framlengdum háspennuleik í undanúrslitum í Hamborg í dag, 35:34.THW Kiel og Montpellier mætast...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16783 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -