- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir rúlluðu yfir nýliðana í síðari hálfleik

Íslandsmeistarar Fram sýndu nýliðum Þórs enga miskunn í viðureign liðanna í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í dag. Framliðið keyrði upp hraðann í síðari hálfleik og vann öruggan sigur, 36:27, eftir að hafa verið marki undir...

Íslandsmeistararnir töpuðu á heimavelli

Valur hefur ekki tapað mörgum leikjum á Íslandsmóti kvenna í handknattleik undanfarin ár en það átti sér stað þegar liðið lá fyrir Haukum, 24:21, í annarri umferð Olísdeildar kvenna í N1-höllinni á Hlíðarenda. Haukar voru með yfirhöndina í leiknum...

Framarar fóru nokkuð létt með Selfyssinga

Framarar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Olísdeild kvenna í handknattleik með öruggum sigri á Selfossi, 40:31, í Lambhagahöllinni í dag. Staðan var 20:17 þegar fyrri hálfleik lauk en víst er að fátt var um varnir á báða bóga að...

Sara Dögg með annan 12 marka leik – öruggt hjá ÍR

ÍR-ingar tryggðu sér annan vinning í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag með öruggum sigri á Stjörnunni, 32:26, í Hekluhöllinni í Garðabæ. ÍR færðist þar með upp að hlið KA/Þórs í efsta sæti Olísdeildar með tvo sigurleiki. Stjarnan er...
- Auglýsing-

Nýliðarnir lögðu ÍBV og sitja á toppnum

Nýliðar Olísdeildar kvenna lögðu ÍBV, 30:25, í upphafsleik 2. umferðar í KA-heimilinu í dag og hafa þar með unnið tvær fyrstu viðureignar sínar í deildinni sem eflaust kemur einhverjum á óvart. ÍBV-liðið, sem lagði Fram fyrir viku á heimavelli,...

Stjarnan fær liðsauka í víðförulum leikmanni

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Brim Stefánsson lék með Stjörnunni í gærkvöld gegn ÍBV en hann fékk félagaskipti frá Herði á Ísafirði fyrr um daginn eftir því sem fram kemur í félagaskiptasíðu á vef HSÍ. Ólafur Brim á ekki síst að styrkja...

Heitt í kolunum í Fredericia – óánægja með Guðmund og leikmenn

Mörgum var víst heitt í hamsi eftir að Fredericia HK tapaði á heimavelli fyrir Skanderborg, 33:30, í þriðju umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Nokkrir úr hópi harðasta stuðningsmannahópnum, Ultras, gerðu hróp að leikmönnum og þjálfurum eftir leikinn. HBold greinir frá og...

Dagskráin: Níu leikir og fjórar deildir

Leikið verður í fjórum deildum meistaraflokka kvenna og karla í dag, laugardag. Annarri umferð Olísdeilda og Grill 66-deilda lýkur. Síðan tekur við níu daga hlé á keppni í Olísdeild kvenna vegna æfingaviku landsliðsins sem hefst á mánudaginn og lýkur...
- Auglýsing-

Myndskeið: Viggó átti stórleik í dramatísku jafntefli við Melsungen

Florian Drosten tryggði MT Melsungen dramatískt jafntefli á heimavelli í HC Erlangen í þýsku 1. deildinni í gærkvöld, 32:32. Drosten jafnaði metin úr þröngu færi úr vinstra horni. Hann náði frákasti af skoti Dainis Krištopāns sem markvörður Erlangen varði.Marek...

Molakaffi: Þorsteinn, Einar, Jón, Viktor

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk í fyrsta sigri FC Porto í efstu deild portúgalska handknattleiksins í gærkvöld. Porto lagði þá Arsenal Clube Devesa, 43:17, á útivelli.Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði sjö mörk fyrir IFK Kristianstad í eins marks tapi...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
17713 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -