Fréttir
Markaveisla á Ísafirði
Nýliðar Harðar buðu Íslandsmeisturum Vals upp á markaveislu er meistararnir komu í heimsókn vestur í kvöld. Vafalaust kærkomin upphitun fyrir skötuveislur sem verða að minnsta kosti í öðru hverju húsi í bænum eftir réttar fjórar vikur.Varnarleikurinn var að mestu...
Fréttir
Stjarnan kjöldró Framara
Stjarnan vann Fram með 12 marka mun, 33:21, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í kvöld eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9. Staða liðanna í deildinni breyttist ekkert með þessum úrslitum. Stjarnan er í...
Fréttir
Þórsarar sóttu tvö stig suður yfir heiðar
Þór Akureyri gerði góða ferð suður í dag og lagði ungmennalið Fram með sjö marka mun í Grill 66-deild karla í Úlfarsárdal, 27:20. Eftir jafnan fyrri hálfleik var Þór marki yfir, 12:11. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að...
Fréttir
Kristinn er í þjálfarateymi Þórs í Úlfarsárdal
Kristinn Björgúlfsson fyrrverandi þjálfari karlaliðs ÍR er í þjálfarateymi Þórs sem hóf leik við ungmennalið Fram í Úlfarsársdal klukkan 17.30 í dag. Leikurinn er liður í Grill 66-deild karla.Forsvarsmenn Þórs eru í þjálfaraleit eftir að Stevce Alusovski axlaði sín...
Efst á baugi
Sjö nýliðar í 35 manna HM-hópi Guðmundar
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðþjálfari í handknattleik karla hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina í íslenska landsliðið sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi 11. til 29. janúar.Sjö þeirra sem...
Efst á baugi
„Hún er ótrúlegt eintak“
„Hún er ótrúlegt eintak,“ sagði Þórir Hergeirsson þjálfari Evrópumeistara Noregs í handknattleik spurður út í markvörðinn Katrine Lunde sem er enn ein sú besta í heiminum þrátt fyrir að vera komin inn á fimmtugsaldur.Lunde tók þátt í úrslitaleik...
Efst á baugi
Myndskeið – Íslendingar í Meistaradeildinni
Fimm leikir voru í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í gærkvöld eins og handbolti.is sagði frá. Íslendingar voru í eldlínunni í þremur viðureignum kvöldsins og voru aðsópsmiklir.https://handbolti.is/islendingar-voru-adsopsmiklir-vidast-hvar/Hér fyrir neðan eru samantektir úr leikjum gærkvöldsins þar sem Íslendingar komu við...
Fréttir
Dagskráin: Annar þriðjungur hefst – frá Ísafirði til Aix
Íslandsmeistarar Fram fá Stjörnuna í heimsókn í Úlfarsárdal í upphafsleik 8. umferðar Olísdeildar kvenna í kvöld. Um leið hefst annar þriðjungur deildarkeppninnar en að baki eru sjö umferðir af 21. Stjarnan vann Fram í upphafsleik Olísdeildar kvenna föstudaginn 15....
Efst á baugi
Molakaffi: Berta, Aldís, Ásdís, Jóhanna, Stefán, Gonzalez, Groetzki, fleiri
Berta Rut Harðardóttir og samherjar í TTH Holstebro sóttu tvö stig í greipar leikmanna AGF Håndbold í næst efstu deild danska handknattleiksins í gærkvöld, 27:23. Leikið var á heimavelli AGF. Berta Rut skoraði ekki mark í leiknum. Holstebro hefur...
Fréttir
Íslendingar voru aðsópsmiklir víðast hvar
Íslenskir handknattleikmenn voru afar áberandi í flestum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld. Þeir skoruðu m.a. 24 mörk og komu flestir mikið við sögu.Ómar Ingi Magnússon skoraði 10 mörk og átti eina stoðsendingu sem skilaði marki...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
14714 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -