- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mjög spennt fyrir þessum leik á heimavelli

Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik úr Haukum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það er virklega gaman að vera á ný í landsliðshópnum. Ég hef beðið spennt eftir þessu tækifæri,“ segir Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í samtali við handbolta sem mætt er í landsliðið á ný fyrir leikina við Svía í undankeppni Evrópumótsins. Fyrri leikurinn verður annað kvöld á Ásvöllum og hefst klukkan 19.30.

Elína Klara varð fyrir því óláni að meiðast nokkrum dögum áður en íslenska landsliðið fór út á heimsmeistaramótið í nóvember á síðasta á. Varð hún fyrir vikið að fylgjast með mótinu heiman frá sem skiljanlega voru mikið vonbrigði hjá Elínu sem valin var besti leikmaður Olísdeild kvenna á síðustu leiktíð.

Hefur alveg jafnað sig

„Tímasetningin var ömurleg en svona eru íþróttirnar og ég hef alveg jafnað mig af vonbrigðunum sem þessu fylgdi og er klár í slaginn með landsliðinu í leikina sem framundan eru,“ segir Elín Klara sem verður á heimavelli í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir sænska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.

Bera okkur saman við þær bestu

„Markmið okkar er að gera okkar allra besta gegn sænska landsliðinu sem eitt það besta í heiminum. Þetta er eitt af fjórum bestu landsliðum heims. Þar af leiðandi verður bara gaman fyrir okkur að bera okkur saman við lið sem er í allra fremstu röð. Ég er mjög spennt fyrir þessum leik á heimavelli og einnig að fara út og reyna okkur gegn þeim þar á laugardaginn. Um leið verður þetta góður undirbúningur fyrir tvo síðustu leikina í riðlinum,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Staðan í 7. riðli undankeppni EM:

Svíþjóð220076:374
Ísland220060:374
Færeyjar200243:650
Lúxemborg200231:710
  • Síðari leikurinn við Svía fer fram í Karlskrona á laugardaginn og hefst klukkan 13.
  • Tvær síðustu viðureignir riðlakeppninnar verða 3. og 7. apríl gegn Lúxemborg ytra og á við Færeyinga á Ásvöllum 7. apríl.
  • Tvö efstu lið riðilsins verða örugg um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss í desember.

Tilhlökkun að mæta einu besta liði heims

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -