- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Haukur, Arnór, Jóhannes, Arnór

Haukur Þrastarson skoraði þrisvar og gaf fjórar stoðsendingar í þriggja marka tapi Rhein-Neckar Löwen, 25:22, í heimsókn til Lemgo í gærkvöld í níundu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Rhein-Neckar Löwen er í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig...

Haukar eru óstöðvandi – einir í efsta sæti

Haukar tylltu sér á topp Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Stjörnunni, 30:26. Leikið var Ásvöllum. Haukar lögðu grunn að sigrinum í fyrri hálfleik þegar þeir höfðu talsverða yfirburði. Að 30 mínútunum loknum var forskot...

Öruggt hjá HK – fara með tvö stig suður

HK vann sinn þriðja leik í röð í kvöld í Olísdeild karla þegar þeir lögðu Þór, 32:24, í Íþróttahöllinni á Akureyri. Komst Kópavogsliðið þar með upp fyrir Selfoss í áttunda sæti deildarinnar og virðist vera komið á gott skrið...

Benedikt Emil er formlega orðinn leikmaður KÍF

Viktor Lekve þjálfari færeyska úrvalsdeildarliðsins KÍF í Kollafirði hefur krækt í tvo leikmenn til þess að styrkja leikmannahóp sinn. Annar þeirra er Benedikt Emil Aðalsteinsson, tvítugur piltur sem leikið hefur með Víkingi í Grill 66-deildinni við góðan orðstír. Hinn...
- Auglýsing-

Fjórði sigur KA í röð – þriðja sætið staðreynd

KA færðist upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í kvöld með sannfærandi sigri á Val, 33:28, í viðureign liðanna í KA-heimilinu. Þetta var fjórði sigur KA-liðsins í röð í deildinni. KA-menn voru mun öflugri síðustu 15 til 20 mínútur leiksins...

Enginn hefur gert meira fyrir þýskan handbolta en Moustafa

Bob Hanning framkvæmdastjóri þýska meistaraliðsins Füchse Berlin liggur sjaldan á skoðunum sínum. Í viðtali við Stuttgarter Zeitung gagnrýnir hann harðlega forystu þýska handknattleikssambandsins fyrir framkomu þess við Hassan Moustafa forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við væntanlega forsetakosningar IHF....

Porto-menn þökkuðu fyrir sig í Lambhagahöllinni

Leikmenn og þjálfarar portúgalska liðsins FC Porto kunnu að meta móttökur og viðgjörning í Lambhagahöllinni á þriðjudaginn þegar þeir mættu Fram í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þökkuðu þeir fyrir sig í bréfi sem þeir festu á blað og límdu...

Treysta samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja

Í gær undirrituðu forsvarsmenn handknattleikssambanda Færeyja, Grænlands og Íslands samstarfssamning sem snýr að nánara samstarfi um framþróun handknattleiks í löndunum þremur. M.a. snýr samningurinn að vináttulandsleikjum, æfingabúðum, dómara- og þjálfaramenntun auk samvinnu um þróun innviða í grænlenskum handknattleik. Eitt af...
- Auglýsing-

Myndasyrpa: Sögulegur sigur Færeyinga og gleði

Færeyingar fögnuðu ákaft í leikslok í Lambhagahöllinni í gærkvöld eftir sögulegan sigur á Íslandi, eða „grannunum fyri vestan“ eins og segir á vef Kringvarpsins. Þetta var fyrsti sigur færeysks landsliðs á íslensku landsliði í undankeppni stórmóts í handknattleik. Sigurinn...

Haukur á flestar stoðsendingar í Þýskalandi

Haukur Þrastarson er sá leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem átt hefur flestar stoðsendingar í fyrstu átta umferðum deildarinnar. Haukur, sem gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen í sumar hefur fallið vel inn í leik liðsins og m.a....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18178 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -