Tomas Axnér landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik kvenna hefur valið 18 leikmenn til þess að taka þátt í leikjunum við íslenska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins sem fram fara í kringum næstu mánaðarmót. Fyrri viðureignin verður miðvikudaginn 28. febrúar á Ásvöllum en sú síðari í Karlskrona laugardaginn 2. mars.
Leikirnir eru liður í þriðju og fjórðu umferð undankeppninnar sem hófst í október á síðasta ári. Ísland og Svíþjóð eru saman í 7. riðli ásamt Færeyingum og Lúxemborgurum. Ísland og Svíþjóð hafa fjögur stig hvort eftir tvær fyrstu umferðirnar.
Riðlakeppninni lýkur helgina 7. og 8. apríl. Leikið er í átta riðlum og komast tvö bestu lið hvers riðils áfram í lokakeppnina auk fjögurra af þeim sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Lokakeppnin fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15. desember.
Ísland og Svíþjóð voru einnig saman í riðli undankeppni EM 2022. Svíar unnu báðar viðureignir í október 2021, 29:23 á Ásvöllum og 30:17 í Eskilstuna.
Sænska landsliðið er afar vel mannað enda með þeim sterkari í Evrópu en það hafnaði í fjórða sæti á heimsmeistaramótinu eftir tap í leik fyrir danska landsliðinu um bronsverðlaunin á HM sem haldið var undir lok síðasta árs.
Sænski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Johanna Bundsen, IK Sävehof, 140/4.
Irma Schjött, Ikast Håndbold, 9/2.
Evelina Eriksson, CSM Búkarest, 25/1.
Aðrir leikmenn:
Clara Lerby, EH Aaborg, 7/16.
Jennifer Johansson, Skuru IK, 5/12.
Elin Hansson, Horsens Håndbold, 67/163.
Linn Blohm, Györi Audi ETO KC, 160/464.
Anna Lagerquist, Neptunes de Nantes, 117/127.
Sofia Hvenfelt, SG BBM Bietigheim, 21/23.
Mathilda Lundström, Silkeborg-Voel KFUM, 72/106.
Nathalie Hagman, SCM Ramnicu Valcea, 214/787.
Jamina Roberts, Vipers Kristiansand, 227/579.
Kristín Þorleifsdóttir, Horsens Håndbold, 53/59.
Tyra Axnér, Nykøbing Falster HK, 29/47.
Emma Lindqvist, Ikast Håndbold, 82/165.
Jenny Carlson, Brest Bretagne HB, 54/150.
Nina Koppang, IK Sävehof, 22/25.
Nina Dano, Odense Håndbold, 48/86.
Uppfært: Anna Lagerquist, leikmaður Neptunes de Nantes, sleit krossband eftir að landsliðshópurinn var valinn og verður þar af leiðandi ekki með í leikjunum.