- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Báðir leikir sendir út þráðbeint frá Paris La Défense Arena

- Auglýsing -

Báðir vináttuleikir íslenska karlalandsliðsins í handknattleik í Frakklandi verða sendir út í þráðbeinni útsendingu RÚV. Fyrri viðureignin verður gegn landsliði Slóveníu á morgun, föstudag, klukkan 17.30. Ekki verður víst fyrr en annað kvöld hvort síðari leikur íslenska landsliðsins verður við austurríska landsliðið eða það franska. Frakkar og Austurríkismenn leiða saman kappa sína eftir viðureign Íslands og Slóveníu.


Víst er þó að síðari leikur Íslands í Frakklandsferðinni hefst klukkan 13.30 á sunnudaginn í Paris La Défense Arena eins og sá fyrri.

Leikirnir í Frakklandi verða þeir einu sem íslenska landsliðið leikur í aðdraganda Evrópumótsins sem hefst þegar halla tekur á næstu viku í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Íslenska landsliðið og starfsmenn fóru af landi brott í morgun og komu rétt áðan til Charles de Gaulle-flugvallar í París.

Leikir Íslands á æfingamótinu í Frakklandi:
Föstudagur 9. jan.: Ísland - Slóvenía, kl. 17.30.
Sunnudagur 11. jan.: Ísland - Austurríki eða Frakkland, kl. 13.30.

Sjá ennfremur: EM karla 2026 – leikdagar, leikstaðir, leiktímar

F-riðill (Kristianstad Arena, Kristianstad)
16. janúar: Ísland – Ítalía, kl. 17.
16. janúar: Ungverjaland – Pólland, kl. 19.30.
18. janúar: Pólland – Ísland, kl. 17.
18. janúar: Ítalía – Ungverjaland, kl. 19.30.
20. janúar: Pólland – Ítalía, kl. 17.
20. janúar: Ungverjaland – Ísland, kl. 19.30.

A-landslið karla – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -