- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Báðir leikirnir við Ísrael verða á Íslandi – samkomulag er í höfn

Báðir heimaleikirnir við Ísrael í undankeppni HM verða á Íslandi. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Báðar viðureignir Íslands og Ísraels í umspili heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik fara fram hér á landi. Leikið verður miðvikudaginn 9. apríl og fimmtudaginn 10. apríl. „Ég get staðfest það að báðir leikirnir verða heima,“ sagði Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ við handbolta.is í kvöld.


„Samkomulag hefur náðst við Ísraelsmenn um leikina og EHF hefur lagt blessun sína yfir samkomlagið. Við eigum eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum,“ sagði Róbert Geir kampakátur með að fá báða leikina heim. Fyrr í dag hafði Róbert staðfest við handbolta.is að ekki yrði leikið í Ísrael en síðari viðureignin er skráður heimaleikur ísraelska landsliðsins.

Að fá báða leikina heim til Íslands eykur mjög möguleika íslenska landsliðsins á að tryggja sér farseðilinn á heimsmeistaramótið sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi frá 27. nóvember til 14. desember á næsta ári.


Ísland og Ísrael mættust í forkeppni fyrir HM kvenna 2023 á Ásvöllum í 5. og 6. nóvember 2022. Ísland vann báðar viðureignir örugglega, 34:26 og 33:24.

A-landslið kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -