ÍBV og FH skildu jöfn, 26:26, í 14. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag í viðureign þar sem leikmenn beggja liða fóru illa að ráði sínu á síðustu sekúndum þegar möguleiki var á að tryggja sigur. FH var tveimur mörkum yfir, 26:26.
Í afar jöfnum og skemmtilegum leik leik komst FH marki yfir, 26:25, þegar Jóhannes Berg Andrason skoraði 80 sekúndum fyrir leiksloka. Dagur Arnarson jafnaði metin fyrir ÍBV 55 sekúndum fyrir leikslok, 26:26. FH-ingar hófu sókn en fengu ekki opnun. Sigursteinn Arndal þjálfari FH tók leikhlé þegar 20 sekúndur voru eftir. FH átti þá þrjár sendingar eftir áður en kom að töf. Eftir leikhléið átti Jóhannes Berg neyðarskot sem fór framhjá marki ÍBV.
Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV tók þá sitt síðasta leikhlé og lagði á ráðin. Það tókst ekki betur en svo að leikmenn ÍBV misstu boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir. FH-ingar brunuðu fram völlinn en síðasta markskot leiksins frá Jóhannes Berg rataði ekki rétt leið áður en leiktíminn rann út.
FH var tveimur mörkum yfir, 13:11, þegar fyrri hálfleikur var að baki.
FH er nú með þriggja marka forskot í efsta sæti Olísdeildar með 22 stig eftir 14 leiki. Afturelding er þremur stigum á eftir en á leik til góða í kvöld gegn KA í KA-heimilinu. Fram er einnig með 19 stig.
ÍBV situr í sjötta sæti með 14 stig, komst stigi upp fyrir Stjörnuna með jafnteflinu í dag.
Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 6, Gauti Gunnarsson 6, Kári Kristján Kristjánsson 5, Daniel Esteves Vieira 3, Andri Erlingsson 2, Andrés Marel Sigurðsson 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Róbert Sigurðarson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 16.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6, Jóhannes Berg Andrason 6, Birgir Már Birgisson 5, Ágúst Birgisson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Garðar Ingi Sindrason 1, Símon Michael Guðjónsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 11.