- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Barcelona eltir Evrópumeistarana

- Auglýsing -

Barcelona heldur áfram að elta Magdeburg í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Barcelona vann franska meistaraliðið PSG í París í kvöld, 30:27, og hefur þar með 14 stig þegar átta viðureignum er lokið. Magdeburg er tveimur stigum á eftir. Liðin tvö skera sig nokkuð úr. Næstu lið eru töluvert á eftir, þar á meðal er PSG sem hefur sex stig eftir átta leiki.


Barcelona var sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13.

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður kom aðeins við sögu í tveimur vítaköstum. Annars stóð Daninn Emil Nielsen í marki spænsku meistaranna og varði 18 skot, 43%.

Frakkarnir Timothey N’guessan og Ludovig Fabregas voru markahæstir hjá Barcelona með sjö mörk hvor.

Egyptinn Yahia Omar var atkvæðamestur hjá PSG með sjö mörk. Elohim Prandi var næstur með sex mörk.

Fátt virðist geta ógnað SC Magdeburg

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -