- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Barcelona vann meistaradeildina eftir háspennuleik

Leikmenn Barcelona fagns sigri í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Lanxess Arena í Köln í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Barcelona vann Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla 2024 eftir hnífjafnan og stórskemmtilegan úrslitaleik í Lanxess Arena í Köln í dag, 31:30. Daninn Mikkel Hansen átti þrumuskot í þverslá Barcelonamarksins eftir að leiktíminn var úti svo tæpara gat ekki staðið. Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 15:15, og jafnt var nánast á öllum tölum frá upphafi til enda.

Barcelona hefur þar með unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum eftir að úrslitahelgar fyrirkomulagið var tekið upp fyrir 15 árum. Alls hefur lið félagsins unnið Meistaradeildina og forvera hennar, Evrópukeppni Meistaraliða í 12 skipti.

Þjálfari Barcelona, Carlos Ortega, hefur unnið titilinn sjö sinnum, tvisvar sem þjálfari og fimm sinnum sem leikmaður.

Melvyn Richardson leikmaður Barcelona var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar.

Mikkel Hansen kvaddi svið félagsliða handknattleiksins með þessum leik. Hann hefur verið einn allra besti handknattleiksmaður heims í 15 ár. Hann hefur unnið allt nema gull í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir átta tilraunir með fjórum félagsliðum á ferlinum.
Danska meistaraliðið lagði sig allt fram í úrslitaleikinn eins og í undanúrslitaleikinn í gær gegn SC Magdeburg. Leikmenn lögðu sig alla fram og tókst að standa stjörnum prýddu og frábæru liði Barcelona svo gott sem á sporði. Hvað eftir annað hafnaði liði undir. Það lagði aldrei árar í bát.


Barelona náði í fyrsta skipti þriggja marka forskoti, 30:27, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir. Liðið átti fullt í fangi með að halda yfirhöndinni til enda og mátti þakka fyrir að vinna leikinn, alltént komast hjá framlengingu.

Aalborg hefur tvisvar öðlast sæti í úrslitahelginni. Í bæði skipti leikið til úrslita.

Mörk Aalborg Håndbold: Mikkel Hansen 8, Thomas Arnoldsen 6, Mads Hoxner 5, Kristian Bjørnsen 4, Sebastian Barthold 2, Aleks Vlah 2, Lukas Nilsson 1, Rene Antonsen 1.
Varin skot: Niklas Landin 12, 30%.
Mörk Barcelona: Melvyn Richardson 8, Dika Mem 7, Timothet N´Guessan 6, Jonathan Carlsbogard 2, Blaz Janc 2, Aleix Gómez Abelló 2, Luís Frade 2, Hampus Wanne 1, Petar Cikusa i Jelicic 1.
Varin skot: Emil Nielsen 8, 36,3% – Gonzalo Pererz de Vargas 3, 17,6%.

Handbolti.is var í Lanxess Arena og fylgist með því helsta sem gerist í leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -