- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Barist um forsetabikarinn á miðvikudaginn í Plock

Emil Feuchtmann, bláklæddur, og félagar hans í landsliði Chile leika við Túnis í úrslitum um forsetabikarinn á miðvikudaginn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það kemur í hlut landsliða Chile og Túnis að mætast í úrslitaleik um hinn eftirsótta forsetabikar á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Plock í Póllandi á miðvikudaginn. Bikarinn er afhentur því liði sem vinnur keppni átta neðstu liða mótsins, þ.e. þeirra sem ráku lestina á fyrsta stigi þess. Sigurvegari keppninnar um forsetabikarinn hafnar í 25. sæti.


Túnis og Chile unnu hvort sinn riðilinn í keppninni með fullu húsi stiga, sex stig í þremur leikjum. Keppni í riðli eitt lauk í kvöld og vann Túnis granna sína í Alsír með fimm marka mun, 30:25, eftir að hafa áður haft betur á móti Norður Makedóníu og Marokkó.


Chile vann Sádi Arabíu, Suður Kóreu og Úrúgvæ í sínum riðli.


Úrslitaleikirnir fjórir um sætin átta á miðvikudag í Plock:
25. sæti: Túnis – Chile, kl. 19.30.
27. sæti: Suður Kórea – Norður Makedónía, kl. 17.
29. sæti: Sádi Arabía – Marokkó, kl. 14.30.
31. sæti: Úrúgvæ – Alsír, kl. 12.

HM2023: Forsetabikarinn – úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -