- Auglýsing -
- Auglýsing -

Beðið er eftir boðskorti á HM kvenna

Ekki er alveg útiloka að íslenska landsliðinu verði boðin þátttaka á HM sem fram fer síðar á árinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eftir að síðustu undankeppni fyrir heimsmeistaramót kvenna í handknattleik lauk á sunnudaginn með sigri grænlenska landsliðsins í undankeppni Norður Ameríku og Karabíahafsríkja bíða forráðamenn Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, í spenntir eftir ákvörðun stjórnar Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, sem hefur í hendi sér hvaða tvær þjóðir fá boðskort (wild cart) á mótið. HSÍ hefur óskað eftir að horft verði til Íslands áður en stjórn IHF límir frímerkin á umslögin tvö með boðskortunum.

Evrópa fær annað sætið

Litlar sem engar upplýsingar er að fá hjá IHF um boðskortin. Víst er þó að annað kemur í hlut Evrópu vegna þess að ríkjandi heimsmeistarar eru Evrópuþjóð, Noregur. Það kemur fram í tilkynningu á heimasíðu IHF. Hvert hitt boðskortið verður sent virðist háð duttlungum.

Sviss stendur best að vígi

Austurríki var sú Evrópuþjóð sem tapaði með minnstum mun í umspilsleikjum um sæti Evrópu á HM sem fram fór í fyrr hluta apríl. Þar af leiðandi er talið sennilegt að annað boðskortið verði sent til Handknattleikssambands Austurríkis. Íslenska landsliðið tapaði með næst minnstum mun.

Dregið í riðla 6. júlí

Alls taka 32 landslið þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem fram fer í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember. Ljóst er hvaða 30 lönd er örugg um sæti á mótinu. Dregið verður í riðla heimsmeistaramótsins í Gautaborg fimmtudaginn 6. júlí.

30 af 32

Gestgjafar: Danmörk, Noregur, Svíþjóð.
Afríka: Angóla, Kamerún, Kongó, Senegal.
Asía: Íran, Japan, Kasakstan, Kína, Suður Kórea.
Evrópa: Króatía, Tékkland, Frakkland, Þýskaland, Ungverjaland, Svartfjallaland, Holland, Póland, Rúmenía, Serbía, Slóvenía, Spánn Úkraína.
Norður Ameríka og Karabíahafseyjar: Grænland.
Suður- og Mið Ameríka: Argentína, Brasilía, Chile, Paragvæ.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -