- Auglýsing -

Beint flug og báðir leikir í Tyrklandi

- Auglýsing -


FH hefur náð samkomulagi við forráðamenn tyrkneska félagsins Nilüfer BSK að báðar viðureignir liðanna í 2. umferð (64-liða úrslit) Evrópubikarkeppni karla fari fram í Bursa í Tyrklandi 18. og 19. október. Flautað verður til leiks klukkan 17 að staðartíma, báða dagana. Sigurliðið tekur sæti í 3. umferð keppninnar sem fram fer í nóvember.


FH-ingar fljúga til Istanbúl með beinu áætlunarflugi Icelandair fimmtudaginn 16. október og heim aftur mánudaginn 20. október.

Nærri tveggja tíma ferð í rútu er á milli Istanbúl til Bursa sem rúmlega tveggja milljóna manna borg og miðstöð iðnaðar í Tyrklandi.

Nilüfer BSK tapaði fyrir Besiktas, 3:0, í vinningum talið í úrslitaleikjum um tyrkneska meistaratitilinn í handknattleik karla í vor, 36:31, 32:26 og 33:31.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -