- Auglýsing -
Úrslitaleikir handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu fara fram í dag.
17 ára landslið Íslands í stúlknaflokki leikur við hollenska landsliðið um bronsverðlaun. Viðureignin hefst klukkan 10.15.
Piltarnir í 17 ára landsliðinu mæta Þjóðverjum í leik um gullverðlaun klukkan 12.30.
Útsendingar frá leikjunum eru endurgjaldslausar á ehftv.com en einnig er streymi á https://eoctv.org/live/.