- Auglýsing -
Keppni í handknattleik hófst í morgun á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Klukkan 14 stíga U17 ára landslið Íslands, karla og kvenna, inn á sviðið.
Fyrir neðan auglýsinguna eru hlekkur sem leiðir að streymi frá leikjum íslensku liðanna. Þegar smellt hefur verið á hlekkinn skal velja „live“ efst á síðunni. Þá koma í ljós gluggar með ýmsum íþróttagreinum, þar á m.a. þar sem hægt er að velja „handball girls“ eða „handball boys“. Þegar annað hvort hefur verið valið opnast beint streymi.
Strákarnir mæta spænska landsliðinu. Stúlkurnar leika við landslið Norður Makedóníu. Báðir leikir byrja klukkan 14.
- Auglýsing -