- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Berge valdi enga heimamenn

Christian Berge, þjálfari norska karlalandsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Christian Berge, þjálfari norska karlalandsliðsins í handknattleik, valdi eingöngu leikmenn sem leika með félagsliðum utan Noregs í hóp sinn í morgun. Norska landsliðið á þrjá leiki eftir í undankeppni EM. Vegna strangra reglna í Noregi kom ekki til álita að velja leikmenn frá norskum félagsliðum. Það vill til að Norðmenn eru ekki á flæðiskeri staddir enda með sterka leikmenn víða í Evrópu.


Flest bendir til þess að norska liðið leiki fyrirhugaða heimaleiki á útivelli. Alltént er ljóst að viðureignin við Letta sem fram átti að fara í Noregi verður háð í Lettlandi. Af þeim sökum mun norska landsliðið mæta Lettum í tvígang á tveimur dögum, 28. og 29. apríl í Lettlandi. Til viðbótar er reiknað með að lokaleikur liðsins í undankeppninni, gegn Ítalíu, fari annað hvort fram á Ítalíu eða annarsstaðar utan Noregs þar sem hægt verður að koma leiknum við með góðu móti.


Markverðir:
Kristian Sæverås, FC DKfK Leipzig Handball
Espen H. Christensen, IFK Kristianstad
Torbjørn Sittrup Bergerud, SG Flensburg-Handewitt
Hornamenn:
Sebastian Barthold, Aalborg håndbold
Magnus Jøndal, SG Flensburg-Handewitt
Kristian Bjørnsen, HSG Wetzlar
Kevin Maagerø Gulliksen, GWD Minden
Skyttur og miðjumenn:
Sander Sagosen, THW Kiel
Sander A. Øverjordet, Mors-Thy Håndbold
Magnus Fredriksen, HSG Wetzlar
Erik T. Toft, Mors-Thy Håndbold
Kent Robin Tønnesen, Telekom Veszprém
William Aar, Århus Håndbold
Gøran Søgard Johannessen, SG Flensburg-Handewitt
Christian O`Sullivan, SC Magdeburg
Harald Reinkind, THW Kiel
Magnus Abelvik Rød, SG Flensburg-Handewitt
Línumenn:
Tom Kåre S. Nikolaisen, Bergischer HC
Bjarte Myrhol, Skjern Håndbold
Petter Øverby, HC Erlangen
Magnus Gullerud, SC Magdeburg

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -