- Auglýsing -
Berglind Þorsteinsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður Fram tognaði á vinstri ökkla í síðari hálfleik í síðari viðureign Íslands og Ísraels í umspili HM á Ásvöllum á fimmtudagskvöld. Tók hún ekkert þátt í leiknum eftir það af skiljanlegum ástæðum.
Berglind sagði í skilaboðum til handbolta.is að ekki væri talið að um slæma tognun væri að ræða. Vonast hún til að verða klár í baráttuna með Fram þegar liðið hefur keppni í undanúrslitum Olísdeildar eftir um hálfan mánuð.
Berglind er kjölfestan í varnarleik Fram-liðsins sem hafnaði í öðru sæti í Olísdeildinni í vetur. Fram situr yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en mætir annað hvort Haukum eða ÍBV í undanúrslitum.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -