- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Berta Rut og félagar unnu og höfðu sætaskipti við Skara – liðin mætast í lokaumferðinni

Berta Rut Harðardóttir leikmaður Kristianstad HK. Mynd/Kristianstad HK
- Auglýsing -

Kristianstad HK komst upp í 5. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna með því að vinna Hallby HK, 24:23, á heimavelli. Berta Rut Harðardóttir skoraði fjögur mörk í átta skotum fyrir Kristianstad HK en liðið hafði sætaskipti við Skara HF. Eitt stig skilur liðin að fyrir lokaumferðina á miðvikudaginn en í henni mætast liðin í Skara.

Úrslitakeppnin hefst upp úr miðjum apríl.

Tap í Västerås

Stöllurnar Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir máttu bíta í það súra epli ásamt samherjum sínum í Skara HF að tapa fyrir VästeråsIrsta HF, 29:25, í sænsku úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram í Västerås. Liðið féll um eitt sæti, niður í það sjötta vegna tapsins, eins og fram kemur að ofan.

Fékk rautt spjald

Aldís Ásta átti afar góðan leik og lék til sín taka á báðum vallarhelmingum. Hún skoraði sjö mörk í 11 skotum og átti fjórar stoðsendingar. Aldísi Ástu var einnig vikið af leikvelli í þrígang, í síðasa skipti þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka og Skara var einu marki undir, 24:23. Hún fékk þar af leiðandi rautt spjald og kom ekkert meira við sögu.

Hafði Skara-liðið þá nærri unnið upp fimm marka forskot VästeråsIrsta HF.

Jóhanna Margrét skoraði þrjú mörk í sex skotum auk þess að eiga tvær stoðsendingar. Jóhönnu var einu sinni vikið af leikvelli.

Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki ásamt stöðunni í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -