„Við vorum mikið betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Vörnin var mjög góð og markvarslan fylgdi með. Áran var betri yfir okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram í samtali við handbolta.is eftir níu marka sigur, 36:27, á Þór Akureyri í Lambhagahöllinni í dag í 2. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Fram hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á leiktíðinni.
„Þórsarar eru seigir og með klóka leikmenn. Þeir gefa ekkert eftir fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Einar og bætti við að hann hafi farið vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik þegar þeir voru marki undir, 16:15.
Lengra viðtal við Einar er í myndskeiði hér fyrir ofan.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Meistararnir rúlluðu yfir nýliðana í síðari hálfleik