- Auglýsing -
- Auglýsing -

Betri er hálfur skaði en allur

Daníel Þór Ingason. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Betri er hálfur skaði en allur. Það má e.t.v. segja um annað stigið sem Daníel Þór Ingason og félagar í Balingen kræktu í á síðustu sekúndum viðureignar sinnar við GWD Minden í uppgjöri tveggja neðstu liðanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik í Kampa-halle í Minden í kvöld.

Bæði lið þráðu sigur enda hvert stig mikilvægt. Á lokasprettinum sýndu leikmenn Balingen seiglu en um leið má e.t.v. segja heppnin hafi gengið með þeim í lið.

Eftir að hafa jafnað metin með tveimur mörkum í röð á síðustu mínútu leiksins, 23:23, þá brást Tomas Urban, leikmanni Minden, bogalistin úr vítakasti á síðustu sekúndu.


Balingen er þar með áfram í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig og er tveimur stigum á undan GWD Minden er rekur lestina með tvö stig. Stuttgart, sem fyrr í dag tapaði naumlega fyrir Göppingen, hefur níu stig stig líkt og grannliðið Balingen.

Daníel Þór skoraði eitt mark að þessu sinni.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -