- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bið Zagreb eftir stigi er lokið

Sindre Heldal leikmaður Elverum á auðum sjó gegn Dino Slavic markverði PPD Zagreb. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Orri Freyr Þorkelsson kom lítið við sögu í kvöld þegar lið hans Elverum krækti í eitt stig í heimsókn sinni til HC PPD Zagreb í höfuðborg Króatíu, 27:27. Zagreb-liðið var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Þetta er fyrsta stig HC PPD Zagreb í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðan í febrúar 2020.


Heimamenn byrjuðu með látum gegn Elverum og voru komnir með sex marka forskot, 10:4, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Lærisveinar Börge Lund fóru ekkert á taugum í mótlætinu. Þeir unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Þeir jöfnuðu metin, 20:20, á tólftu mínútu síðari hálfleiks og komust tvisvar yfir, m.a. 26:25, þegar skammt var til leiksloka.


Leikmönnum Zagreb-liðsins tókst að lokum að hanga á öðru stiginu.
Ivar Cupic skoraði sjö mörk fyrir Zagreb-liðið. Dominik Mathe, Sindre Heldal og Tobias Grøndahl skoruðu fimm mörk hver fyrir Elerum.

Leikmenn PSG máttu þakka fyrir stig

Það er nánast sama hversu fámennur leikmannahópur Flensburg verður. Alltaf tekst leikmönnum liðsins að leika vel og vera inni í leikjum sínum frá upphafi til enda. Svo fór í kvöld þegar liðið fékk PSG í heimsókn. Franska stórliðið var stjörnum prýtt og mátti þakka fyrir annað stigið, 27:27, eftir að hafa skorað tvö síðustu mörkin. Voru þar Mikkel Hansen og Luc Steins að verki.


Hampus Wanne var markahæstur hjá Flensburg með sjö mörk. Hansen skoraði sex mörk fyri PSG og þeir Steins og Spánverjinn Ferran Sala skoruðu í fimm skipti hvor.


Staðan í A og B-riðlum Meistaradeildar:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -