- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Biðu með öndina í hálsinum – fögnuðu innilega

Leikmenn ungverska landsliðsins ráða ráðum sínum í leiknum við Grænhöfðeyinga í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverska landsliðið í handknattleik fagnaði innilega á Scandic Opala hótelinu í Gautaborg í gærkvöldi eftir að sænska landsliðið tryggði sér sigur á portúgalska landsliðinu í síðasta leik milliriðils tvö á heimsmeistaramótinu. Þar með var tryggt að ungverska landsliðið var með sæti víst í átta liða úrslitum. Portúgalska liðið gat sett strik í þann reikning hefði því tekist að ná að minnsta kosti jafntefli við Svía.


Leikmenn komu saman í fundarherbergi og sátu límdir fyrir framan skjáinn. Fagnaðarlætin voru ósvikin, eins og sjá má og heyra á meðfylgjandi myndskeiði, þegar ljóst varð að Svíar færu með sigur úr býtum.


Chema Rodríguez, þjálfari ungverska landsliðsins, viðurkennir á vef TV2 í Danmörku að hafa verið mjög stressaður og ekki getað setið með leikmönnum sínum. Hann bara þoldi ekki við vegna spennu. Rodríguez segist hafa litið við og við inn í fundarherbergið en að endingu hafi einn aðstoðarþjálfara liðsins sagt honum úrslit leiksins og þar með að ungverska liðið væri komið í átta liða úrslit.


Eftir sat íslenska liðið með sama stigafjölda og það ungverska og Portúgal sem vann Ungverja með sjö marka mun í riðlakeppninni í Kristianstad.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -